Frelsisflokkurinn ætlar að leggja áherslu á húsnæðismálin

Gunnlaugur Ingvarsson formaður Frelsisflokksins.

Frelsisflokkurinn sem ætlar að bjóða fram í borgarstjórnarkosningum á næsta ári ætlar að leggja höfuðáherslu á húsnæðismálin í Reykjavík. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Ingvarssonar formanns flokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gunnlaugur gagnrýnir harðlega stefnu núverandi borgarmeirihluta í húsnæðismálum “ þessi meirihluti hefur verið með svokallaða lóðaskortsstefnu, þessi þétting byggðar sem ofuráhersla hefur verið lögð á hefur orðið til þess að það hefur orðið út undan að úthluta lóðum og leyfum til byggingarverktaka sem myndu vilja byggja ódýrt húsnæði, öll þessi höfuðáhersla á þéttingu byggðar er þó ekki alslæmt fyrirbrigði en ég spyr hvers vegna ekki megi beita hinu úrræðinu líka?„,spyr Gunnlaugur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila