Í þættinum Fréttir vikunnar fóru Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir það helsta sem borið hefur á góma í vikunni. Rætt var um kröfu Úkraínumanna um langdrægar eldflaugar, sem þeir telja nauðsynlegar til að sigra Rússa. Áhyggjur eru af því að notkun slíkra vopna gæti stigmagnað átökin og jafnvel leitt til þess að NATO verði dregið beint inn í stríðið.
Þá var rætt um mögulegar friðarviðræður á bak við tjöldin, mögulega með aðkomu Tyrklands, Kína og Vatíkansins. Tyrkland og forseti þess, Recep Tayyip Erdoğan, er talinn líklegur til að gegna lykilhlutverki í friðarferlinu, þar sem Tyrkland hefur gott samband við bæði Rússland og NATO. Þá eigi Erdoğan, í sérstökum samskiptum við Rússland, eftir að Vladimir Putin bjargaði honum frá valdaránstilraun árið 2018. Tyrkland er einnig aðili að NATO, en hefur lýst yfir stuðningi við ýmsar sveitir í átökum á svæðinu. Ísrael fylgist með þróuninni, sérstaklega vegna þess að Tyrkland hefur einn stærsta her svæðisins og gæti tekið þátt í átökum.
Málaliðar frá Frakklandi og Bretlandi inn í Kursk
Einnig var rætt um hvernig her Rússa hafi einangrað sveitir í Úkraínu í Kursk, þar sem meðal hermanna eru málaliðar frá Frakklandi og Bretlandi. Þá kom fram að hætta væri á að átökin fari stigvaxandi, sérstaklega ef skotið verður á kjarnorkuver innan Rússlands.
Hlusta má á þessar og fleiri fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan