Fréttir vikunnar: Aukning glæpaverka, Íslandsbankaskýrslan, leiðtogaskipti í Samfylkingu og innflytjendamálin

Það voru ýmis stór fréttamál í vikunni og kannski sum sem voru minni en virtust í fyrstu og þá er hér auðvitað verið að skírskota til þess þegar eldflaug hafnaði í Póllandi og banaði tveimur. Það létti því mörgum þegar í ljós kom að um slys var að ræða.

Eitt stærsta fréttamál vikunnar má segja að komið hafi upp í gærkvöld þegar um tuttugu manna hópur réðist inn á Bankastræti Club og stungu þar þrjá menn. Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur, óperu söngvari og formaður Tollvarðafélags Íslands var gestur Arnþrúður Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar var gestur þáttarins Fréttir vikunnar í dag þar sem farið var yfir helstu fréttamálin og ætlum við hér að stikla á því helsta.

Árásin sem framin var á Bankastræti Club í gær er hluti af þeirri hrinu ofbeldisverka sem farið hefur yfir landið að undanförnu og hefur í raun staðið yfir síðastliðin tvö ár segir Guðbjörn. Hann segir að það hljóti allir og þá sérstaklega þeir sem starfi við tollgæslu og löggæslustörf að hafa áhyggjur af þessari þróun sem sést hefur þegar kemur að glæpum hér á landi.

Ákveðin stigmögnun glæpa

Hann segir að þetta sýni að efla þurfi löggæsluna og veita lögreglu auknar heimildir til þess að lögreglan geti betur tekist á þau verkefni sem að henni snúa sem virðast miðað við þróunina vera orðin flóknari og erfiðari. Það sé afar óhuggulegt að heyra af því að þarna í hnífsstungumálinu hafi 25 manns komið að málinu með einum eða öðrum hætti og það sýni nokkurs konar stigmögnun í þróun glæpa. Hann segir að mál eins og þetta ætti að vera til umræðu á þinginu því alveg ótrúlega lítill tími fari í að ræða alvörumál eins og líf, heilsu og öryggi landsmanna, það sé svolítið rætt um landamæri en þá helst í tengslum við flóttamenn en öryggi á landamærum sé mál sem fái litla umfjöllun á þinginu.

Guðbjörn bendir á að það sé mikið til af upplýsingum um þróun glæpa og uppgang glæpahópa en svo virðist sem það sé lítill áhugi fyrir því að taka umræðuna um það málefni og það hafi legið fyrir í nokkur ár. Hann segir þó að fjölmiðlar hafi verið nokkuð öflugir í umfjöllun sinni um glæpi og því sé áhugaleysi Alþingis óskiljanlegt.

Guðbjörn segir ljóst að fíkniefnin flæði inn í landið og því fylgi aukin glæpatíðni þrátt fyrir að tollgæslunni í góðu samstarfi við lögregluna takist að stöðva margar slíkar sendingar. Lögreglan standi sig hins vegar vel í því að uppræta fíkniefnahringi eins og sést á þeim stóru fíkniefnamálum sem hafa verið að koma upp þar sem magnið er slíkt að aldrei hafi nokkuð annað eins sést hér á landi áður. Hann segir að sem betur fer hafi verið bætt í mannafla hjá tollinum en það sé hans mat að það sé þó ekki nóg.

Fíknivandi er dauðans alvara sem maður hefur ekki í flimtingum

Aðspurður um hvort fordæming almennings gagnvart fíkniefnum hafi dalað og sumir jafnvel vilji gefa þetta frjálst segir Guðbjörn að fólk verði að átta sig á afleiðingum þess ef af því yrði. Hann bendir á að það myndi ekki bæta málin því þá sætu menn jafnvel uppi með tugþúsundir fíkla með öllum þeim hörmungum sem því fylgi. Hann segir að sá vandi sem verið sé að glíma núna vegna fíkniefna sé nægur og ekki sé á hann bætandi. Hann bendir á að það myndi sem dæmi auka álagið mikið á geðheilbrigðiskerfið enda hafi fíknivandi í för með sér geðsjúkdóma eins og þunglyndi. Hann bendir á að slíkum vanda fylgi líka mikil sorg og heilu fjölskyldurnar séu í rúst því þetta endi yfirleitt á einn hátt og það er að fólk deyr af völdum fíkniefna. Þá segir Guðbjörn að aukið álag á geðheilbrigðiskerfið sé dauðans alvara því þar sé nú þegar fólki vísað frá, til dæmis fólki sem á við fíknivanda að stríða. Það segist Guðbjörn þekkja af eigin raun því dóttir hans var ein þeirra sem ánetjaðist fíkniefnum og var vísað af geðdeild eftir stutta dvöl og var látin skömmu síðar.

Hann segir að það sé því sorgleg staða að horfa upp á flokka eins og Pírata sem vilja lögleiða fíkniefni og því miður virðist sem nokkrir aðrir flokkar séu að dragast inn á þá línu. Afleiðingin af þeirri umræðu er því sú að fólk telji jafnvel að kannski séu fíkniefni séu ekkert svo slæm

„en fyrir fólk eins og mig sem hefur lent í því að missa barnið sitt í fíkniefni sem endaði svo með andláti þess að þá er þetta dauðans alvara, þetta er ekki eitthvað sem þú hefur í flimtingum og segir að hafi engar afleiðingar því það er hreinilega rangt og ég get bara borið um það vitni hér og nú sem faðir að þetta er ekkert grín“ segir Guðbjörn.

Niðurstaða Ríkisendurskoðunar ekki eins slæm og látið var liggja að í vor

Í þættinum var einnig að sjálfsögu rætt um niðurstöðu Ríkisendurskoðunar varðandi sölu hluta ríkisins í Íslandsbanka en Guðbjörn segir niðurstöðuna ekki vera eins slæma og gefið var í skyn í vor að hún yrði. Guðbjörn segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Bjarna Benediktssyni að útvista verkefninu til Bankasýslunnar vegna armslengdarlögmálsins. Menn hafi sett ákveðin markmið, tryggja hafi átt dreifða eignaraðild og fá gott verð fyrir bankann. Bendir Guðbjörn á að í skýrslunni segi að verðið hafi verið ágætt þó hugsanlega hefði verið hægt að fá hærra verð. Staðreyndin sé sú að fyrir hrun hafi Íslendingar farið illa út úr einkavæðingu og einkavinavæðingu banka og ljóst að engin þörf sé á leppum þegar kemur að bankakaupum. Því hafi verið betra að standa að þessu svona þó ferlið hafi ekki verið fullkomið og læra megi margt af því sem aflaga fór. það sé eðlilegt að það sé ákveðin leynd sem hvíli yfir aðdraganda slíkrar sölu því menn vilji kannski ekki sýna strax á öll spilin.

Bjarni í góðri stöðu eftir landsfund og Kristrún Frostadóttir er framtíðarleiðtogi Íslands

Í þættinum var einnig rætt um stöðu ráðamanna eins og hún birtist almenningi nú og segir Guðbjörn að Bjarni Benediktsson sé í góðri stöðu eftir landsfund og hafa beri í huga að landsfundurinn var sá stærsli sem haldinn hefur verið og þar hafi Bjarni fengið gott umboð sinna manna. Hvað hina leiðtoga ríkisstjórnarinnar varðar þá segir Guðbjörn að Sigður Ingi sitji á sínum trausta stóli en það verði að viðurkennast að Katrín Jakobsdóttir hafi fjarlægst sína menn í VG töluvert. Hún hafi undanfarin fimm ár verið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar en ljós hennar hafi dalað en hins vegar sé hún snillingur þegar kemur að stjórnmálum og það sjáist á því að stjórnarsamstarfið við Bjarna hafi náð að halda þetta út og síðast en ekki síst á því að flokkarnir mynduðu ríkisstjórn á ný eftir síðasta kjörtímabil.

Eftir fremur mögur ár hjá Samfylkingunni virðist þar komið að kaflaskilum eftir að Kristrún Frostadóttir tók við embætti formanns og segir Guðbjörn að hér sé kominn fram framtíðarleiðtogi landsins. Hann spáir því að Samfylkingin muni komast í næstu ríkisstjórn verði rétt haldið á spilunum. Hann segir sögu Samfylkingarinnar hafa í raun einkennst af mistökum frá upphafi og fyrir það fyrsta hefði hún átt að heita Alþýðuflokkurinn því þegar menn séu með slíkt nafn í höndunum þá sé óráð að leggja það niður, það hafi verið fyrstu mistökin sem gerð voru og þá hafi sameiningin heilt yfir verið misheppnuð.

Heilög þrenning afburðafólks

Hann segir að komin sé fram heilög þrenning vinstri manna sem séu þau Jón Baldvin, Össur Skarphéðinsson og nú Kristrún Frostadóttir sem beri af hvað gáfur og að eiga innistæðu í pólitík. Hann segir að um afburða fólk sé að ræða og að vinstri menn hafi þegar öllu er á botninn hvolft ekkert haft mikið af slíku fólki innan sinna raða. Hann segir Kristrúnu jarðbundna kurteisa konu sem með sinni yfirvegun veki hjá fólki traust. Þá megi ekki gleyma varaformanninum Guðmundi Árna Stefánssyni fyrrverandi ráðherra og bæjarstjóra sem sé gamalreyndur í pólitík og mikill reynslubolti og sé einnig mjög yfirvegaður. Guðbjörn segir að tvö saman eigi þau eftir að gera góða hluti fyrir Samfylkinguna og framtíðin sé björt fyrir flokkinn. Það sé hins vegar þannig segir Guðbjörn að Íslendingar séu ekki sósíaldemókratískir heldur séu þeir upp til hópa einstaklingshyggjufólk.

Samfylkingin gæti rakað til sín fylgi frá öðrum flokkum

Breyting á stöðunni innan Samfylkingarinnar setji aðra flokka í ákveðna hættu á að missa fylgi og telur Guðbjörn að flokkurinn gæti náð til sín fólki úr Viðreisn, Framsóknarflokki, Pírötum og VG, hann segir að Samfylkingin gæti jafnvel rakað inn 10 prósenta fylgi frá þessum flokkum samanlagt. Skýringu á auknum vinsældum Samfylkingarinnar má fyrst og fremst rekja til þess að Kristrún hafi sett Evrópusambandið á ís að minnsta kosti tímabundið og segir málið ekki vera forgangsmál lengur hjá flokknum. Hann segir Viðreisn vera ákveðið eyland þegar kemur að Evrópumálunum enda sé flokkurinn sá eini á þingi sem hafi ESB aðild á stefnuskránni sem ekki komi á óvart því flokkurinn hafi beinlínis verið stofnaður utan um þá stefnu. Hann telur að Sósíalistaflokkurinn taki ekki fylgi frá Samfylkingunni heldur klípi hann líklega fylgi af VG aðrir flokkar eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur taki heldur ekki fylgi af Samfylkingunni, Píratar séu hins vegar mjög flókinn flokkur nokkurs konar samansafn kverúlanta sem Guðbjörn segir að hann viti eiginlega ekki alveg hvað sá flokkur snúist um, að auki hafi Píratar færst svo mikið til vinstri undanfarin ár að það væri líklega hægt að sameina Sósíalistaflokkinn og Pírata.

Þeir sem hafa það verst hér á landi hafa það mun betra en þeir sem hafa það verst annars staðar

Þegar málefni útlendinga bar á góma í þættinum sagði Guðbjörn að ein af ástæðum þess að fólk sæki hingað sé sú að þeir sem hafi það verst hér á landi hafi það þó mun betra en þeir sem hafi það verst annars staðar í heiminum. Benti Guðbjörn á að af átta milljörðum manna séu um 15% þeirra til dæmis öryrkjar og þeir sæki til dæmis hingað. Þá séu aðrir hópar sem einnig sæki hingað til dæmis aldraðir og þá eru ótaldir aðrir þeir flóttamenn sem hingað sækja. Hann bendir á að ef tekið sé dæmi um af þeim öldruðu sem komi hingað þá séu þeir að fá um 300 þúsund eða 80% af þeirri upphæð sem innfæddir á sama aldri eru að fá í vasann eftir hafa stritað fyrir því allt fram á gamals aldur. það sé ljóst að ekki sé hægt að taka á móti slíkum hópum endalaust og án hafta. Það sé rétt mat hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að það ríki stjórnleysi í þessum málum eins og staðan sé nú.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila