Fréttir vikunnar: Hælisleitendamálin og alvarleg áhrif eldgossins

Í fréttum vikunnar var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra, Péturs Gunnlaugssonar og Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og yfirtollvörður.

Í þættinum var meðal annars rætt um málefni hælisleitenda sem hafa verið mikið í fréttum að undanförnu. Rætt var um viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra, þar sem rætt var um vanda vegna hælisleitenda sem streyma hingað til lands. Kom fram í þættinum að Sjálfstæðisflokkurinn væri í þann mund að leggja fram frumvörp um breytingar á útlendingalögunum og væru þær breytingar trúlega að fyrirmynd Dana eða annarra Norðulandaþjóða. Gríðarlegur kostnaður væri því samhliða að taka á móti miklum fjölda hælisleitenda. Þá var einnig rætt um víðtækt rafmagns og vatnsleysi á Suðurnesjum vegna eldgossins sem hófst að morgni fimmtudags og til hvaða aðgerða stjórnvöld ætli að gera ef virkjunin í Svartsengi verður óvirk.

Hlusta má á fróðlegar umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila