Fréttir vikunnar: Kjaraviðræður við frostmark, bólusetningakröfur á HM, valdníðsla biskups og eyðileggingastarfsemi gegn Íslandi

Þessi fréttavika var nokkuð viðburðarík þar sem átök glæpagengja voru nokkuð fyrirferðamikil. Þá hækkaði Seðlabankinn vexti enn á ný með tilheyrandi áhrifum á kjaraviðræðum sem höfðu þangað til gengið nokkuð vel þar til ákvörðun Bankans var kynnt. Í þættinum Fréttir vikunnar fóru þau Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir helstu fréttaefni vikunnar og ætlum við hér að fara yfir það sem fram kom í þættinum.

Katrín vill stýra kjarasamningunum

VR sleit kjaraviðræðum eftir að Seðlabankinn tilkynnti vaxtaákvörðun sína og hafa VR menn verið að ræða framhaldið við sitt bakland. Ragnar Þór Ingólfsson hefur látið frá sér fara að mögulega muni verkalýðshreyfingin grípa til verkfalla vegna þessa. Pétur segir að það veki athygli að hingað til hafi ríkisvaldið sagt að það komi ekki að kjaramálum fyrr en undir lok viðræðna þegar atriði eru rædd sem ríkið geti mögulega hliðrað til í þeim tilgangi að binda lokahnútinn á samninga. Hins vegar bregði svo við nú að forsætisráðherra er á kafi í viðræðunum og það passi ekki við þær kenningar ríkisvaldsins að aðilar vinnumarkaðarins eigi að sjá um þessi mál. Nú sé engu líkara en að Katrín ætli sér að stýra því að samningar náist.

Bjarni og Katrín ganga ekki í takt

Arnþrúður segir Katrínu hafa hlaupið á sig, hafi kallað menn til fundar við sig í einhverju fáti og byrjað að lofa upp í ermina á sér. hún hafi sagt að ríkið myndi koma að þessum viðræðum og hjálpa til en svo hafi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komið fram í gærkvöldi og sagt allt annað. Þannig fara Katrín og Bjarni hvorki saman í hljóði né mynd. Arnþrúður segir það mjög alvarlegt að verkalýðshreyfingin fái þannig misvísandi skilaboð frá ríkisstjórnarborðinu.

Pétur segir að það sé hins vegar ljóst að ríkið verði að koma að slíkum samningum og það sé margt sem það geti lagt til. Eitt af því sem ríkisvaldið gæti gert væri til dæmis að hætta að skattleggja það fólk sem sé á lægstu töxtunum en ómögulegt sé að vita hvað þeir ætli sér í þeim efnum. Þá bendir Pétur á að ríkið segist ekki geta haft áhrif á vextina og verðtrygginguna og vísa bara á Seðlabankann. Með því sé ríkið að segja að það geti ekkert gert til þess að draga úr verðbólgunni, það megi hins vegar velta því fyrir sér hvers vegna fasteignir séu hafðar inni í vísitöluútreikningum. Hann segir að svarið við því að fjármagnseigendur vilji hafa það þannig því þeir vilji fá svo góðan arð af verðtryggingunni.

Flatskjáir og ferðir til Tenerife hentugir blórabögglar

Arnþrúður segir að hún verði að segja það með fullri virðingu fyrir seðlabankastjóra sem sé ágætis maður að henni hafi brugðið þegar hann lét þau ummæli falla að þetta væri vegna ferða fólks til Tenrife og eyðslu fólks í útlöndum. Hún segist hafa hrokkið tólf til 14 ár aftur í tímann þegar sá ágæti maður, Pétur Blöndal heitinn sagði þegar hrunið átti sér stað að hrunið væri til komið vegna þess að Íslendingar væru að kaupa sér flatskjái.

Leynd yfir því sem er raunverulega að gerast

Ástandið núna sé hins vegar verra því leyndarhyggjan sé all svakaleg segir Arnþrúður. Menn hafi fulla ástæðu til þess að leggja spilin á borðið en gera það ekki og svo er almenningi sagt að Íslendingar séu að fara of mikið til Tenerife og þess vegna er allt að fara hér á hliðina en hvað er raunverulega að gerast hér? Það er verið að setja þetta fram til þess að fólk horfi í ranga átt því það er eitthvað annað sem er að gerast í fjármálakerfinu, eins og til dæmis gengissigið á krónunni sem er allt annað en eðlilegt og engin skýring fæst segir Arnþrúður. Hún segir gengisfellinguna vísbendingu um að verið sé að moka fjármagni úr landi en spurningin sé hins vegar sú að hvernig sé verið að gera það og í nafni hvers.

HM og krafan um að leikmenn séu bólusettir

Sú undarlega krafa er gerð að leikmenn sem ætli sér að taka þátt í HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð á næstu misserum verði að vera þríbólusettir, en fallið hefur verið frá að leikmenn þurfi að hafa fengið booster sprautu. Þetta vekur athygli ekki síst í ljósi þess að um fjölþjóðlegt mót er að ræða og mismunadi reglur um bólusetningar gilda í hverju landi. Til dæmis eru sett ákveðin aldursmörk í löndunum sem Alþjóða handknattleikssambandið virðist ekki ætla að virða. Arnþrúður segir HSÍ hafa staðið sig vel í þessu máli og viljað staldra við og spyrja nauðsynlegra spurninga.

Arnþrúður segir að hún hafi átt samtal við Róbert Gíslason framkvæmdastjóra HSÍ sem hafi tjáð henni að Ísland væri ekki eina landið sem segði nei við þessum kröfum heldur fjöldi annara ríkja. Arnþrúður bendir á að til dæmis í Danmörku sé hreinilega bannað að bólusetja fólk undir 50 ára aldri og sömu sögu er að segja um Þýskaland. Það hafi verið að koma í ljós hægt og rólega hvernig raunverulega sé í pottinn búið varðandi bóluefnin. Eðlilegt sé að slíkar kröfur séu ekki settar fram því ekki hafi verið lagðar á það sönnur að efnin í sprautunum séu fólki meinlaus, enda viti fólk ekki innihaldið í sprautunum.

Leikmenn taka ekki inn efni sem ekki er vitað um innihaldið á

Hún segir að í íþróttum þá sá heilsufarið undirstaða alls og þegar menn taki þátt í slíkum mótum/leikjum þá verði menn að hafa á hreinu að heilsan sé í lagi og menn taka þá ekki inn efni sem að enginn geti sagt til um innihaldið á. Geri menn það séu þeir að taka áhættu með sína heilsu og þar með getu til að spila. Dæmin hafa sýnt að íþróttamenn og sér í lagi knattspyrnumenn um allan heim hafa verið að hrynja niður og deyja.

Menn séu ekki tilbúnir til þess að taka slíka áhættu með heilsu sína og segir Arnþrúður að það sé auðvitað frábært að HSÍ láti til sín taka í þessu máli enda mál sem varða alla því næst komi á eftir önnur landslið eins og kvennalandsliðið og svo unglingalandsliðin. Þá sé forsagan þekkt um þegar fólki var talin trú um að fyrsta sprautan ætti að veita vernd gegn Covid sem síðan hafi ekki staðist og enginn hefur komið með skýringar á því hvers vegna sprauturnar séu orðnar jafn margar og raunin er og hvaða áhrif þær hafa á heilsu fólks, þar ríki þöggunin ein.

Fjöldi fólks segist hafa orðið fyrir valdníðslu af hálfu Agnesar biskups

Vandræðagangurinn á Biskupsstofu og innan Þjóðkirkunnar virðist engan endi ætla að taka og er listi þeirra sem telja sig eiga óuppgerð mál við biskup orðinn mjög langur. Þeir einstaklingar sem um ræðir eru: Séra Gunnar Björnsson á Selfossi, séra Gunnar Sigurjónsson Digranesi, séra Kristinn Á. Friðfinnson Selfossi, séra Kristinn J. Sigurþórsson Saurbæ, séra Oddur Einarsson Biskupsstofu, séra Ólafur Jóhannsson Grensás, séra Skírnir Garðarsson Mosfellsbæ, séra Óskar I. Ingason Ólafsvík, séra Páll Á. Ólafsson Staðastað, séra Úrsúla Árnadóttir, séra Hans Markús Hafsteinsson Garðabæ, nú látinn, séra Egill Hallgrímsson Skálholti, nú látinn.

Arnþrúður vekur athygli á að enginn prestanna hafði verið kærður eða hlotið dóm, fyrir utan að séra Gunnar Björnsson sem var sýknaður og hreinsaður af ásökunum sem á hann voru bornar. Prestarnir sem um ræðir upplifa einelti og valdníðslu af hálfu biskups og það sé slæmt að slík mál fái ekki eðlilega málsmeðferð. Þá segir Arnþrúður að ef embætti biskups telji að prestar hafi brotið af sér eigi slík mál að senda til lögreglu til nánari rannsóknar.

Þá segir Arnþrúður að prestarnir séu ekki þeir einu sem hafa lent í rimmu við biskup því fjöldi starfsmanna hafi flúið Biskupsstofu af sömu ástæðu. Þeir eru: Hreggviður Hreggviðsson kirkjuvörður, Ellisif Víðisdóttir lögfræðingur og fjármálastjóri Biskupsstofu sem fékk gríðarlega háan starfslokasamning og talið er að hún hafi verið keypt til þess að ljóstra ekki upp um það sem væri að gerast innan dyra hjá Biskupsstofu , Marghildur Sigurbjörnsdóttir bókari sem var látin fara, Ingunn Ólafsdóttir mannauðsstjóri, Ásdís Clausen fjármálastjóri sem nú er verið að gera 20 milljóna starfslokasamning við.

Þáverandi formaður Prestafélagsins mátti ekki segja sannleikann

Pétur spyr hvort ekki væri rétt að Prestafélagið taki á málinu og rijfar upp þegar Arnaldur Bárðarson þáverandi formaður Prestafélagsins kom í viðtal til Arnþrúðar á Útvarpi Sögu og var þvingaður til afsagnar eftir viðtalið.

Arnþrúður sagði að eftir viðtalið hafi allt ætlað vitlaust að verða því Arnaldur hafi ekki mátt segja sannleikann í viðtalinu eins og hann gerði og það sé það sem sé svo óviðeigandi, að þegar kirkjan á í hlut þá megi ekki segja sannleikann.

Málið sé mjög alvarlegt segir Arnþrúður og áréttar að þarna séu fjölskyldur sem eigi um sárt að binda eftir að menn séu hraktir úr starfi án dóms og laga, auk þess sé verið að þverbrjóta starfsmannalög á mönnum. Þá sé málsmeðferðin fyrir neðan allar hellur og fæst ekki staðist. Viðbrögðin séu hins vegar engin því stjórnsýslulögin séu viðurlagalaus. Biskup fari þarna að hlutnunum eins og um hennar einkafyrirtæki sé að ræða en það sé öðru nær þar sem ríkið borgi svo brúsann.

Eitthvað mikið að á Biskupsstofu

Arnþrúður segir að það liggi í augum uppi að eitthvað mikið sé að á Biskupsstofu og biskup virðist ekki geta tekið á málum öðruvísi en hrekja fólk úr starfi eða reka það. Þarna eigi mannauðsstjóri að grípa inn í en þess í stað sé keyrt áfram á sögusögnum og slúðri. Þá hefur komið fram að þessi mál tengist MeToo stefnunni og körlum er bolað út úr kirkjunni, nema þeim sem passa inn í MeeToo rammann.

Hluti af eyðieggingarstarfi gegn Íslandi

Hún segir þann blæ sem eru á málefnum kirkjunnar ríma við það eyðileggingarstarf sem unnið hefur verið hér í samfélaginu á mörgum sviðum, þar sé undir til dæmis heilsu fólks, á mörgu sem tengist menningu þjóðarinnar, kirkjunni, skólakerfinu, hér leyfa menn líka dópinu að flæða um og finnst það í lagi. Í kirkjunni verða söfnuðurnir svo fórnarlömb eyðileggingarstarfsins.

Þá er hnífaárásin á Bankastræti Club hluti af þessu eyðileggingarstarfi segir Arnþrúður.

„þar vísa ég aftur í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá 2018 og 2020, af hverju í ósköpunum tóku menn ekki þeim viðvörunum sem þar komu fram? ,sjö mafíur voru í landinu þá, sögðu þeir“ segir Arnþrúður.

Sannleikurinn þaggaður niður og ekki brugðist við

Hún segir að strax þá hefði verið hægt að bregðast við en þess í stað hafi menn ákveðið að þagga þennan óþægilega sannleika niður.

„hvað er svo að koma í ljós núna? hver ætlar að biðjast afsökunar á að hafa ekki fylgt varnaðarorðum ríkislögreglustjóra eftir, þarna hefði mátt taka þessu þetta mun alvarlegar, það var ríkisstjórn þess tíma sem hefði átt að gera það sem og embætti ríkislögreglustjóra“ segir Arnþrúður.

Nú séu menn hins vegar að vakna upp við vondan draum, þetta sé í tengslum við Rauðagerðismálið, þarna sé Albanska mafían auk serba og dyravarðafyrirtæki flækt í þetta líka.

„þetta er partur af því að eyðileggja Ísland og af hverju er það látið viðgangast?“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila