Í þættinum Fréttir vikunnar fóru þau Arnþrúður Karlsdóttur og Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði og formaður Heimssýnar yfir ýmsar fréttir sem hafa verið í umræðunni undanfarið. Þáttinn má hlusta á í og spilaranum hér að neðan.
Eldgos eru kraftaverk jarðar
Haraldur sem er veðurfræðingur sagði að búið væri að lýsa yfir að eldgosið í Sundhnjúkagíg væri lokið. Það væri fallegt sjónarspil að fylgjast með eldgosi.sagði Haraldur og sagðist furða sig á því að það hefðu ekki fleiri farið á staðinn til að sjá það með eigin augum. Haraldur vill um leið minna fólk á að fylgjast með gasmengun sem fylgir slíkum atburðum. Gas frá eldgosinu dreifðist yfir höfuðborgarsvæðið á dögunum í sunnanátt, en það hafi þó ekki veirð í hættulegum styrkleika. Haraldur leggur áherslu á að fólk fylgist með vindáttum og loki gluggum á heimilum sínum ef gasmengun berst yfir byggð, sérstaklega á Reykjanesi þar sem óheppileg vindátt er algengari. Þrátt fyrir áhættuna af gasmengun minnir Haraldur á að eldgos eru merkilegar náttúruhamfarir sem veita tækifæri til vísindalegra rannsókna og náttúruunnenda til að fylgjast með kraftaverkum jarðar.
Veðurfar á heimsvísu getur verið afar breytilegt
Einnig var rætt um um það hvernig ágúst var kaldari en vanalega á Íslandi, sem brýtur upp væntingar um sólríkt sumar. Hann bendir þó á að veður á heimsvísu geti verið afar breytilegt og nefnir að hitamet voru sett í Noregi og á Svalbarða. Þrátt fyrir kólnun á Íslandi séu slíkar hitasveiflur eðlilegar, og það bendi til að veðurfarsbreytingar muni áfram valda bæði heitum og köldum tímabilum. Hann ítrekar að þó að útblástur gróðurhúsalofttegunda sé að hægja á sér, sérstaklega í Vesturlöndum.
Skógrækt ekki endilega besta leiðin til kolefnisbindingar
Rætt var um erlenda fjárfesta sem vilja kaupa jarðir í Vatnsdal til skógræktar í nafni loftslagsmála. Haraldur bendir á að sumir vísindamenn telji lágróður jafnvel binda meira kolefni en skógrækt, og það sé ekki augljóst hvort skógrækt sé besta leiðin til að ná markmiðum um kolefnisbindingu. Hann bendir einnig á að land þar sem veðurfar er hlýrra geti bundið mun meira kolefni en land á Íslandi, þar sem vaxtartími er styttri.
Ísland smám saman hluti af ESB án þess að þjóðin geri sér grein fyrir því
Bókun 35 kom einnig til tals í þættinum og segir Haraldur að á meðan fáir Íslendingar hafi ítarlega þekkingu á málinu, þá sé það táknrænt fyrir ágreininginn um sjálfstæði Íslands í lagasetningu gagnvart Evrópusambandinu. Hann telur að bókunin gangi gegn stjórnarskrá Íslands og leggur áherslu á að Alþingi verði að hafa sjálfstætt löggjafarvald. Það einfaldlega gangi ekki upp að lög séu sett á skjön hver ofan í önnur. Hann varar við því að Ísland verði smám saman hluti af ESB í gegnum EES-samninginn, án þess að þjóðin geri sér fulla grein fyrir því að það sé að eiga sér stað.
Glórulaust að hrúga erlendum nemendum inn í bekkina
Rætt var um menntamálin hér á landi sem Haraldur segist hafa miklar áhyggjur af. Grunnfærni í lestri og skrift sé lykillinn að velgengni í bæði listsköpun og atvinnulífi. Hann gagnrýnir menntakerfið fyrir að leggja of litla áherslu á þessar grundvallarnámsleiðir og telur að meiri ábyrgð þurfi að vera lögð á kennara og skólayfirvöld. Hann bendir einnig á erfiðleika sem fylgja fjölmenningar bekkjum þar sem nemendur hafa ólíkan tungumála- og menningarlegan bakgrunn og að þetta sé verkefni sem skólayfirvöld þurfi að taka alvarlega. Það sé glórulaust að hrúga erlendum nemendum inn í bekkina eins og gert sé nú.
Umbætur í menntakerfinu verða að byggja á opnum upplýsingum og gagnsæi
Haraldur ítrekar nauðsyn þess að umbætur á menntakerfinu séu byggðar á opnum upplýsingum og gagnsæi til þess að tryggja að samfélagið geti tekið upplýstar ákvarðanir um framtíð menntunar á Íslandi.
Hlusta má á þessar og fleiri fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan