Í þættinum fréttir vikunnar fór Arnþrúður Karlsdóttir og yfir þau helstu mál sem verið hafa í umræðunni í vikunni ásamt þeim Jakobi Frímanni Magnússyni þingmanni Flokks fólksins og tónlistarmanni sem og Sævari Þór Jónssyni lögmanni. Í þættinum var meðal meðal annars rætt um hnífáárásir og vopnaburð barna og ungmenna, öryggi ferðamanna, orkumál og efnahagsmál.
Vaxtahækkanir á almenning óbærilegar
Fjallað var um áhrif vaxtahækkana á almenning. Jakob og Sævar lýstu báðir áhyggjum sínum af þeirri miklu hækkun vaxta sem hefur átt sér stað síðustu misseri og þeim áhrifum sem það hefur á heimili landsins. Greiðslubyrgði heimilar og fyrirtækja orðin óbæileg fyrir marga. Þeir töldu að stjórnvöld þyrftu að axla ábyrgð á þeirri hagstjórn sem hefur leitt til þessa ástands og bregðast við því.
Verður að endurskoða efnahagsstefnu landsins
Jakob Frímann lagði áherslu á að það væri nauðsynlegt að endurskoða efnahagsstefnu landsins í ljósi stöðugra sveiflna í efnahagslífinu frá stofnun lýðveldisins. Hann kallaði eftir því að sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, yrðu fengnir til að meta hvernig hægt væri að skapa meiri stöðugleika í íslensku efnahagslífi, meðal annars með því að endurskoða verðtryggingu og áhrif vaxtabreytinga.
Orkuframleiðsla á að byggja á vatnsafli og jarðvarma
Þá var einnig rætt um þau fyrirhuguðu áform að reisa vindmyllur á Íslandi. Jakob var mjög gagnrýninn á þessar áætlanir og taldi að þær myndu skemma náttúrufegurð landsins. Hann lagði áherslu á að orkuframleiðsla ætti frekar að byggjast á vatnsafli og jarðvarma, en ekki vindorku á allfaraleiðum. Hann benti einnig á að þörf væri á að hugsa vel um staðsetningu slíkra mannvirkja til að vernda bæði náttúru og ferðaþjónustu.
Hlusta má á ítarlegri umræður um fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan.