Fréttir vikunnar: Sóttvarnarfrumvarpið, raforkulögin og ólæsi drengja

Í þættinum Fréttir vikunnar tók Arnþrúður Karlsdóttir á móti Kristni Sigurjónssyni rafmagns-og efnaverkfræðingi og fóru þau yfir helstu fréttir sem efst hafa verið á baugi í vikunni.

Heilbrigðisupplýsingar gefnar til yfirvalda

Í byrjum þáttar var rætt um sóttvarnarfrumvarpið og segir Kristinn að hann hafi ákveðna sýn á það mál sem sé ekki mikið í umræðunni. Hann bendir á að í frumvarpinu sé sett fram ákveðin krafa um að heilbrigðisyfirvöld gefi yfirvöldum upp heilbrigðisupplýsingar um einstaklinga. Kristinn segir ljóst að þarna sé um að ræða algert brot á trúnaði gagnvart bæði læknum og sjúklingum. Segir Kristinn að þetta sé vel hægt að tengja við aðra frétt sem snúi að njósnastarfsemi erlendra ríkja sem komist í gagnagrunna yfirvalda.

Njósnastofnanir geta komist í heilbrigðisupplýsingar

Tekur Kristinn sem dæmi um að ef erlendar njóstastofnanir kæmust í heilbrigðisupplýsingar um einstaklinga þá gætu þær sigtað út einstaklinga sem þær gætu vélað til þess að vinna fyrir sig. Það væri hægt ef til dæmis viðkomandi einstaklingi vantaði fjármuni eða stæði höllum fæti í heilsufarslegu eða félagslegu tilliti. Það sé algerlega fáránlegt að gerð sé krafa um að yfirvöldum sé afhentar slíkar upplýsingar. Þá séu ákvæði um skyldubólusetningu eða ísetningu hluta í fólk algert brot á persónufrelsi fólks.

Nauðsynlegt að framleiða nógu mikið af raforku

Einnig var fjallað um raforkulögin og eftirhreytur orkupakka 3 en Kristinn segir raforku vera orku af mjög sérstöku tagi því hana sé ekki hægt að geyma nema í mjög ófullkomnu formi. Því sé mjög nauðsynlegt að framleitt sé nægilega mikið af raforku svo allir geti nýtt sér hana. Ef ekki er framleidd nægileg orka þá sé ekki hægt að fara sömu leið og gert er með hitaveituna. Þegar heitavatnsskortur hafi komið upp í Árborg á dögunum hafi verið hægt að lækka hitann á heita vatninu og spara þannig heita vatnið. Þegar spara þurfi rafmagn þá þurfi einfaldlega að taka einn og einn notanda út.

Þessar og fleiri fréttir eins og um ólæsi drengja og fleiri mál má heyra í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila