Fréttir vikunnar: Spillingarmálin, Eurovision, stríðsbrjálæðið og Gallup

Í þættinum Fréttir vikunnar fóru Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir helstu fréttamál þessarar viku.

Spillingarmálin hafa verið að koma fram eitt af öðru og voru mikið rædd í þessari viku. Athygli vakti á mánudag þegar innslag Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur var birt í Kastljósi, þar sem varpað var ljósi á eitt stærsta spillingarmál síðari ára, þegar Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum lóðir. Reynt hafi verið að þagga málið niður í Kveik en ritstjóri Kveiks neitaði að birta innslagið og vék Maríu Sigrúnu úr teymi Kveiks. Komið hafi verið fram við Maríu Sigrúnu af glórulausu ofstæki. Málið hefur vakið upp spurningar um hagsmunatengsl Reykjavíkurborgar og RÚV og hátt settra manna þar innan dyra.

Kári, Víðir og Þórólfur og yfirlýsingar þeirra

Í þættinum ræddu Arnþrúður og Pétur einnig um skyndilegan stuðning Kára Stefánssonar, Víðis Reynissonar og Þórólfs Guðnasonar við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur og eðlilega hefur útspil þeirra þriggja vakið upp furðu og áleitnar spurningar. Víðir Reynisson er embættismaður, sviðsstjóri Almannavarða, sem hafi meðal annars starfað náið eins og hinir tveir með ríkisstjórn Katrínar í Covid faraldrinum.

Ísland á niðurleið í boði Katrínar

Þá benti Arnþrúður á að spillingaröflin birtist líka í kosningabaráttunni því þau vilji standa vörð um óbreytt kerfi og hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið. Katrín eigi eftir að svara fyrir margt sem að henni snýr því hún hafi reynt að umbreyta íslensku menningarástandi til hins verra og það sé ótækt að hún sé ekki krafin svara áður en hún sé klöppuð upp á Bessastaði.

Hlusta má á þessar og fleiri fréttir eins og málaferlin gegn Trump, ástandið á Gaza og stríðið í Úkraínu og að sjálfsögðu Euovísion í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila