Fréttir vikunnar: Útlendingamálin, Hatursorð- ræðunámskeið, Lindarhvoll og Íbúðalánasjóður

Mörg stór mál voru í fréttum þessarar viku, meðal annars málefni útlendinga, hatursorðræðunámskeið Katrínar Jakobsdóttur og Lindarhvolsmálið svo eitthvað sé nefnt.

Í þættinum Fréttir vikunnar í dag var Björn Þorri Viktorsson lögmaður gestur Péturs Gunnlaugssonar og ætlum við hér að stikla á því helsta sem fram kom í þættinum.

Málefni útlendinga

Málefni útlendinga bar fyrst á góma en Björn Þorri segist velta því fyrir sér hvers vegna reglur hér á landi til þess að fá vernd séu allt aðrar og rýmri en annars staðar á Norðurlöndum. Björn segir það auðvitað vera svo að erfitt sé að horfa upp á fólk í neyð en það sé svo aftur á móti spurning hversu mikil neyðin sé í hverju tilviki, kerfið sé til þess að skera úr um það.

Því sé sérkennilegt að mati Björns að kerfið virðist ekki horfa til þess að flestir sem hingað komi hafi þegar fengið mál sín tekin upp í öðru landi og eru oftast til meðferðar þar þegar fólk kemur hingað og eru jafnvel þegar komnir með vernd þar, þannig sé farið á svig við þær reglur sem gilda og kerfið verði þunglamalegra fyrir vikið. Það sé svo ótækt að það taki svo jafnvel tvö ár að klára mál þeirra sem hingað koma. Það þurfi líka að þora svara þeim spurningum hvort innviðir og kerfið hér á landi þoli þann mikla fjölda sem hingað komi, staðan nú sé sú að kerfið og innviðir þoli það ekki.

Hatursorðræðunámsskeið Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra

Umræðan um hatursorðræðu er afar vandasöm segir Björn Þorri en að flestir séu nú sammála um að hana eigi ekki að líða, hins vegar séu til lagagreinar sem taki á slíku, t,d ærumeiðingalöggjöfin. Það sé hins vegar þannig að við sem þjóð séum komin á undarlegan stað þegar skoðanir á tilteknum hlutum sem byggist á röksemdum eins og pólitík eða efnahagslegri getu og svo framvegis sé talið hatursorðræða.

Þá segir Björn Þorri að sjá óeðlileg afskipti Evrópusambandsins sem hnýti í Svía og kalla mótmæli þar sem kóran eða fánar séu brenndir hatursorðræðu. Björn segir að fara þurfi varlega að stimpla skoðanir sem hatursorðræðu, til að mynda þegar menn hafa skoðanir á réttindum kvenna í íslömskum sið, eða setja fram gagnrýni á Þjóðkirkjuna eða barnaníði innan Kaþólsku kirkjunnar.

„má maður þá ekki hafa skoðanir á þessu? er það þá orðið hatursorðræða? spyr Björn“

Hann segir óveðursský yfir tjáningarfrelsinu sem sé áhyggjuefni og hann beri virðingu fyrir þeim sem bendi á að verið sé að vega að tjáningarfrelsinu, Hann telji þó að Katrín og félagar vilji verja tjáningarfrelsið en það að setja upp námsskeið um hatursorðræðu beri vott um að kappsemin sé að bera VG ofurliði.

Óskiljanlegt að verið sé að fela upplýsingar um kaupendur í Íbúðalánasjóðsmálinu

Íbúðalánasjóðsmálið kom til tals og segir Björn Þorri það gjörsamlega óskiljanlegt hvers vega upplýsingum um kaupendur eigna sé haldið leyndum. Björn bendir á að allt frá hruni hafi menn talað fjálglega um opna og gegnsæja stjórnsýslu, allir hafi í það minnsta sagst vilja aukið gegnsæi. Síðan komi mál eins og þetta upp. Birni grunar og segist hafa séð nokkur dæmi um það að eignir úr þessu eignasafni sem menn töldu sig vera að selja til óhagnaðardrifna leigufélaga, hafi verið seldar strax aftur eftir sölu með miklum hagnaði. Menn hafi fengið lán á sérkjörum gegn því að leigja út óhagnaðardrifið.

„mér er ekki kunnugt um að það hafi verið settar neinar þinglýstar kvaðir á eignirnar, hins vegar voru lánin kvaðabundin því að skila þyrfti inn ársreikningum til að staðfesta það að það væri hagnaður umfram það sem eðlilegt væri. En kvaðirnar var hægt að taka af með því að taka lánið af íbúðunum þannig það var hægt að selja hana bara aftur á fullu verði“

Staða lögmannsins í Lindarhvolsmáli afar sérstök

Lindarhvolsmálið sem nú er komið fyrir dóm er eitt þeirra mála þar sem leyndarhyggjan virðist hafa fest krumlurnar rækilega í og segir Björn Þorri að staða Steinars Þórs lögmanns sem sá um að selja eignir Lindarhvols og ver ríkið í málinu auk þess að vera vitni, sé afar sérstök.

„hann virðist vera maðurinn sem hafi stýrt þessu öllu og til þess að kóróna þetta allt saman þá er hann verjandi ríkisins í þessum málaferlum Fríkusar og einnig vitni, þetta er afar sjaldgæft að sjá svona stöðu koma upp“ segir Björn.

Pétur segir að þeir sem hafi hlustað á réttarhöldin segi að það hafi virst sem svo að farið hafi fram brunaútsala á eignunum og meðal kaupenda hafi verið vogunarsjóðir.

Björn segir að eftir hrun hafi hann setið í stjórn Matsmannafélags Íslands á sama tíma og verið var að meta eignir ríkisins upp á nýtt.

„það hrundi hér heilt fjármálakerfi og það þurfti að meta allar eignir ríkisins upp á nýtt og við vitum það sem matsmenn að forsendurnar sem lagðar eru til grundvallar skipta öllu máli og það varð úr að við ákváðum að halda fræðslufund hjá félaginu um hvaða matsaðferðum væri verið að beita í bankahruninu og einn var settur í að komast að því en hann kom alls staðar að lokuðum dyrum“ segir Björn.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila