Frjálslyndir styðja kröfur verkalýðshreyfingarinnar

Frjálslyndi flokkurinn styður réttmætar kröfur verkalýðshreyfingarinnar í landinu og furðar sig á því að sjónarmið hreyfingarinnar eigi sér fáa málsvara inn á Alþingi Íslendinga. Þetta kemur fram í ályktun Frjálslynda flokksins. Þá undrast flokkurinn að sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar eigi sér fáa málsvara á þingi. Þá segir í ályktuninni ”  Frjálslyndi flokkurinn vill aukið frelsi til strandveiða og að atvinnufrelsi og tilverugrundvöllur sjávarbyggða verði viðurkenndur.  Allan fisk skal setja á fiskmarkað en einungis það tryggir; sanngjarnt uppgjör við sjómenn, eðlileg hafnargjöld og jafna samkeppnisstöðu fiskvinnslna í landinu. Stjórnvöld hafa stutt einokunarkerfi fyrir örfárra aðila til nýtingar á sjávarauðlindinni og þannig staðið gegn vinnslu sjávarafurða á jafnræðisgrunni. Frjálslyndi flokkurinn óskar Vinstri grænum til hamingju með 20 ára afmælið og þakkar gott samstarf fyrr á árum. Jafnframt er hörmuð stjórnmálayfirlýsing flokksins í tilefni afmælisins. Vg er flokkur,  sem kennir sig við vinstri róttækni og sósíalisma, sem virðist ánægður ástand mála, kvótakerfið og hrun sjávarbyggða og fyrirhuguð einkavæðingaráform fjármálakerfisins og leiguliðavæðingu hópa í samfélaginu í húsnæðismálum.
Frjálslyndi flokkurinn vill umtalsverðar breytingar á húsnæðismarkaði með því að greiða götu óhagnaðardrifinna húsaleigufélaga og stofnun samfélagsbanka að norrænni og þýskri fyrirmynd.”.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila