Frumvarp um aukið frelsi til fóstureyðinga afgreitt úr Velferðarnefnd

Hið umdeilda fumvarp sem gerir ráð fyrir að fóstureyðingar verði heimilar fram til loka 22 viku meðgöngu hefur verið afgreitt úr Velferðarnefnd Alþingis. Sem fyrr segir er frumvarpið afar umdeilt og hafa fjölmargir lagst gegn því, þar á meðal Læknafélag Íslands en í rökstuðningi þess segir meðal annars að engin ástæða sé til þess að ganga lengra en hin Norðurlöndin í þessum efnum. Samkvæmt upplýsingum er stefnt að því að málið verði sett á dagskrá Alþingis og fari til annarar umræðu næstkomandi fimmtudag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila