Fundað með yfirmanni menntamála OECD

Dr. Andreas Schleicher yfirmaður menntamála hjá OECD og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Framtíð menntamála og mótun nýrrar menntastefnu voru aðalfundarefni dr. Andreasar Schleichers, yfirmanns menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (e. OECD) og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á dögunum. Schleicher var staddur hér á landi og hélt fyrirlestur á vegum Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands á föstudag. 

Þetta var gagnlegur fundur fyrir okkur á þessum tímapunkti þegar við erum komin vel á veg með mótun nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030. Schleicher hefur góða innsýn í stöðuna hér á landi og hefur lengi fylgst með þróun menntamála á heimsvísu, hans þekking og áherslur snúa ekki síst að samspili menntunar og hæfni og hlutverks þess í samkeppnishæfni þjóða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila