Fylgið hríðfellur af sænsku ríkisstjórninni

Aðeins 34% Svía segjast bera mikið traust til ríkisstjórnar hægri flokkanna. Það er lækkun um 16% frá stjórnarskiptum og stærsta minnkun sem mælst hefur í sögu slíkra skoðanakannana.

SVT skrifar að vissulega sé algengt, að traust fólks minnki skömmu eftir stjórnarskipti en tölurnar í ár skera sig engu að síður út úr með lækkun frá 50% í 34% sem er sú mesta sem mælst hefur síðan Fjölmiðlaakademían hóf slíkar mælingar árið 1997. Henrik Ekengren Oscarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Gautaborgarháskóla og meðlimur í Fjölmiðlaakademíunni segir:

„Það er mjög spennandi með stjórnarskipti. Traust fólks á ýmsum hlutum verður fyrir raski … Þetta er sérstaklega mikil minnkun og við sjáum það líka í skoðanakönnunum að ríkisstjórnin á í erfiðleikum.“

Einungis 24% Svía telja Svíþjóð vera á réttri leið

Oscarsson telur að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna séu „óþolinmóðir“ og „bíði“ eftir því, að ríkisstjórnin standi við þá stefnu sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Oscarsson segir:

„Það eru töluverðar áskoranir núna fyrir ríkisstjórnina. Við höfum öryggismálin, við höfum loftslagið, við höfum löggæsluna og ofan á allt þetta höfum við bæði orkuskort og djúpan samdrátt, þannig að núverandi ríkisstjórn Kristersson mun fá mörg tækifæri til að sýna hverju hún fær áorkað.“

Á sama tíma eykst traust til jafnaðarmanna, næstum 43% aðspurðra hafa mikið eða nokkuð mikið traust til sósíaldemókrata. Það vekur líka athygli að tæplega helmingur eð 48% Svía telur, að Svíþjóð sé „á rangri leið“ – samanborið við 32% í fyrr. Hlutfall þeirra, sem telja að Svíþjóð sé „á réttri leið“ hefur lækkað úr 43% niður í aðeins 24%.

Þá hefur traust Svía meðal annars á lögreglunni, heilbrigðisþjónustunni, seðlabankanum og ríkinu minnkað frá því í fyrra en traust til Tryggingastofnunar, Frjálslyndra og Græningja hefur aukist nokkuð.

Lesa má skýrsluna á sænsku hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila