Fyrirtæki glóbalista þola ekki sannleikann: Hætta að auglýsa á Twitter

Fjöldi glóbalista-fyrirtækja gera nú hlé á auglýsingum sínum á Twitter eftir kaup Elon Musk á hinum vinsæla netmiðli. Að sögn Wall Street Journal, WSJ, óttast fyrirtækin m.a. að Musk hætti að „skipta sér af“ því sem notendur geta skrifað á Twitter. 

Wall Street Journal nafngreinir fyrirtæki eins og matvælafyrirtækið General Mills, Oreo-framleiðandann Mondelez International, bóluefnarisann Pfizer og Audi frá Volkswagen sem hætta að auglýsa á miðlinum, þegar óttast er að sannleikurinn fái meira rými en áður. Segir blaðið að fyrirtækin bætist við á vaxandi lista stórfyrirtækja sem hætta að auglýsa á Twitter.

Sumir auglýsendur eru sagðir hafa áhyggjur af óvissunni hjá Twitter eftir að nokkrir háttsettir stjórnendur hafa hætt störfum hjá netrisanum, – aðrir vegna þess að „efnishömlun“ Twitter, þ.e.a.s. ritskoðun á því sem hægt er að skrifa, muni minnka eftir kaupin. Að sögn WSJ óttast fyrirtækin að það muni leiða til „aukningar á móðgandi efni á netmiðlinum.“ Talsmaður General Mills segir:

„Við munum halda áfram að fylgjast með þessari nýju stefnu og meta markaðsútgjöldin.“

Á samfélagsmiðlum heyrast raddir um að þetta sé leið glóbalistanna til að slá tilbaka og reyna áfram að stjórna því sem skrifað er á Twitter. Sjálfur kallar Elon Musk sig „málfrelsishyggjumann.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila