Fyrirvarar hefðu ekkert gildi ef orkupakkamálið kæmi til kasta Evrópudómstólsins

Sighvatur Björgvinsson.

Fyrirvarar vegna orkupakka þrjú hefðu ekkert gildi ef Íslandi yrði stefnt fyrir Evrópudómstólinn fyrir að uppfylla ekki skilyrði sem sett hafa verið í orkupakkann. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sighvatar Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sighvatur bendir á að þegar Icesavemálið kom upp höfðu ráðherrar Evrópusambandsins uppi stór orð um að íslendingum bæri að ábyrgjast innistæðurnar frægu, en að þegar málið hafi endað fyrir dómstólum hafi yfirlýsingar evrópuráðherranna ekki verið teknar gildar, í því ljósi telur Björgvin að yfirlýsingar af hálfu eins manns innan sambandsins vegna orkupakkamálsins muni ekkert gildi hafa „ það er nákvæmlega það sama með þetta mál, þó að einhver einn ráðherra Evrópusambandsins gefi út einhvern fyrirvara þá gildi það ekki þegar málið fer fyrir dómstól„,segir Sighvatur.

Fylgi tætist af fjórflokknum vegna orkupakkamálsins

Sighvatur segir að skyndilega aukið fylgi Miðflokksins og Flokks fólksins megi rekja til orkupakkamálsins “ í hinum flokkunum er ekki nægilega mikið hlustað á hinn almenna flokksmann eða grasrótina, en Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa talað gegn samþykkt orkupakkans og því eru þeir að sækja á, Píratar eru til dæmis næst stærsti flokkurinn á þingi í dag en þeir hafa ekki greint frá afstöðu sinni og flotið framhjá, það er stór hluti grasrótarinnar orðinn utangarðs hjá hefðbundnu flokkunum og hlutirnir eru bara ákveðnir á þingflokksfundum og því er svona komið„,segir Sighvatur. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Deila