Fyrri hluti: Ný heimildarmynd afhjúpar „djöfullega áætlun“ WHO að nota bóluefni til að fækka heimsbyggðinni

Kvikmyndin Ófrjósemi: Djöfulleg áætlun „Infertility: A Diabolical Agenda“ segir frá fyrirætlunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um að framleiða bóluefni gegn frjósemi til að bregðast við offjölgun og hvernig slík bóluefni hafa verið notuð – án vitundar eða samþykkis fólks – síðan um miðjan tíunda áratuginn. Hér birtist fyrri hluti greinarinnar og sjá má seinni hluta greinarinnar hér.

Sagan í 5 punktum:

  • Ófrjósemi: Djöfulleg áætlun „Infertility: A Diabolical Agenda,“ framleidd af Dr. Andrew Wakefield og Children’s Health Defense, greinir frá fyrirætlunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um að framleiða bóluefni gegn frjósemi til að bregðast við offjölgun og hvernig slík bóluefni hafa verið notuð – án þekking eða samþykki fólks — síðan um miðjan tíunda áratuginn.
  • WHO hefur oftar en einu sinni vísvitandi blekkt konur og látið þær halda að verið væri að bólusetja þær gegn stífkrampa, þegar í raun var verið að gera þær ófrjóar.
  • Myndin sýnir skýrt að fólksfækkun er ekki samsæriskenning. Það er veruleiki sem er að gerast um allan heim. Bóluefnið gegn papillomaveiru (HPV) og COVID-19 sprautur hafa einnig skaðleg áhrif á frjósemi en það er hunsuð af yfirvöldum.
  • Á áratugnum eftir að byrjað var að nota HPV bóluefnið, lækkaði tíðni þungana hjá ungum konum um 50%.
  • Þó að tilkynningarkerfið í Bandaríkjunum um aukaverkanir bóluefna VAERS sé eina almenna tiltæka kerfið til að meta aukaverkanir vegna COVID-bólusetninga, þá hafa bandarísk stjórnvöld einnig a.m.k. 10 önnur tilkynningarkerfi en engin gögn frá þeim eru opinber. Samtökin Heilsuvernd barna sent ósk á grundvelli upplýsingafrelsi laga (FOIA) um að fá aðgang að kerfunum til að fá betri hugmynd um umfang skaðans en VAERS bendir til þess að umfang meiðsla og dauðsfalla sé gríðarlega mikið. Gögn frá tryggingafélögum um allan heim staðfesta það einnig.

Ófrjósemisaðgerðir WHO ekkert leyndarmál

Í viðtalinu hér að neðan ræða Dr. Andrew Wakefield og Mary Holland, forseti og aðallögfræðingur fyrir Heilsuvernd barna, um nýja heimildarmynd sína „Ófrjósemi: Djöfulleg áætlun.“

Þessi nýjasta kvikmynd greinir frá áformum WHO um að framleiða bóluefni gegn frjósemi til að bregðast við offjölgun og hvernig slík bóluefni hafa verið notuð án vitundar eða samþykkis fólks síðan um miðjan tíunda áratuginn.

„Þetta er mjög mikilvæg saga, sem ég vissi um í nokkur ár. Ég held að margir hafi heyrt um þetta meðvitaða bóluefni gegn ófrjósemi, fyrst og fremst hjá konum í þróunarlöndum eins og Afríku.“

„Ég hefði átt að gefa þessu meiri gaum, því fólk spurði mig í gegnum árin: „Heldurðu að það sé til áætlun um mannfjölda?“ …

„Ásakanirnar voru þær, að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin væri vísvitandi að gera konur í Kenýa ófrjóar í skjóli áætlunar um stífkrampa – annað hvort með bóluefni til að eyða yfirstandandi meðgöngu eða til að koma í veg fyrir þungun í framtíðinni. Var þetta gert undir því yfirskini að verið væri að vernda börn en í raun var verið að fækka íbúum.“

Eins og Wakefield útskýrir, þá var það ekkert leyndarmál að WHO hafði unnið að bóluefni gegn frjósemi síðan á áttunda áratugnum. Gögn voru birt og WHO viðurkenndi það jafnvel. Raunverulega málið hér eru samþykktar upplýsingar.

Oftar ein einu sinni hefur verið uppljóstrað, að WHOhafi blekkt konur til að halda að verið sé að bólusetja þær gegn stífkrampa, þegar í raun var verið að gera þær ófrjóar. Þetta er lágmark siðferðis og siðleysi sem erfitt er að toppa.

Ljóstrað upp um leynilega ófrjósemisaðgerð á Filippseyjum

Sagan sem lýst er í þessari mynd hefst árið 1995 þegar stjórnvöld í Kenýa hófu bólusetningarherferð WHO gegn stífkrampa meðal kvenna á barneignaraldri.

Dr. Stephen K. Karanja, fyrrverandi formanni samtaka kaþólskra lækna í Kenýa, fannst áætlunin vera grunsamleg og hann komst að því að ófrjósemisaðgerðir hefðu átt sér stað í nafni stífkrampaáætlana.

Sama ár, 1995, vann Kaþólska kvennabandalag Filippseyja í raun dómsúrskurð sem stöðvaði stífkrampaáætlun UNICEF sem notaði stífkrampabóluefni með hCG. Einnig höfðu fundist bóluefni gegn hCG í að minnsta kosti fjórum öðrum löndum.

Þetta stífkrampabóluefni passaði fullkomlega við bóluefni gegn frjósemi, sem WHO hafði tilkynnt árið 1993. Ár 1976 tókst vísindamönnum WHO að samtengja kóríóngónadótrópín úr mönnum (hCG) við efni notað í stífkrampabóluefnum. HCG er hormón sem er framleitt um leið og sáðfruman fer í eggið og fósturvísirinn byrjar að myndast. Til að bregðast við þessu merki framleiða eggjastokkar konunnar síðan prógesterón, sem viðheldur meðgöngunni til enda.

Samtengda bóluefnið lýkur og kemur í veg fyrir meðgöngu, þar sem eigið ónæmiskerfi konunnar ræðst á og eyðileggur hCG um leið og það myndast. Á þeim tíma sannfærði Karanja, sem lést árið 2021, leiðtoga kaþólsku kirkjunnar, sem var einn mikilvægasti heilbrigðisstarfsmaður í Kenýa – um að prófa stífkrampabóluefnið, sem verið er að gefa, til að ganga úr skugga um að ekki væri um svik að ræða.

Án skýringa hætti WHO við bólusetningarherferðina 1995. Ár 2014 voru þeir aftur komnir af stað með bólusetningarherferð gegn stífkrampa.

Djöfulleg áætlun

Stúlkur og konur á aldrinum 15 til 49 ára fengu fyrirmæli um að láta bólusetja sig með fimm sprautum með sex mánaða millibili. Þetta er nákvæmlega sama áætlun og þarf, til að gera konur ófrjósamar. Regluleg forvarnir gegn stífkrampa krefjast aðeins einnar inndælingar á fimm til 10 ára fresti og undir engum kringumstæðum þarf fimm slíkar sprautur.

Kaþólska kirkjan ákvað að prófa bóluefnin og safnaði þremur sýnihettuglösum beint frá heilsugæslustöðvum í átakinu 2014. Sýnin voru rannsökuð af þremur óháðum rannsóknarstofum og eins og óttast var, þá innihéldu þau hCG. Safnað var öðrum sex hettuglösum og innihaldið athugað. Að þessu sinni reyndist helmingur innihalda hCG.

Þegar kaþólska kirkjan gekk út opinberlega með niðurstöðurnar og hvatti stúlkur og konur til taka ekki þátt í bólusetningarherferðinni, þá fór Kenýa í vörn og fullyrti að ekkert væri athugavert við bóluefnið.

Wakefield segir:

„Þeir notuðu fjölmiðla til að djöflast í kaþólsku kirkjunni og gáfu í skyn að vísvitandi hefði verið átt við sýnin með hCG til að fá þá þessar niðurstöður.

„Og þannig voru málin þangað til að myndavélum okkar var boðið aftur inn á rannsóknarstofuna, þar sem þessar prófanir voru gerðar og þá kom sannleikurinn kom í ljós.

„Þetta varð lykilspurning um hver var að ljúga og hver var heiðarlegur. Hver var að svindla, hver ekki? Þetta er í raun óvenjuleg saga sem vakti athygli mína á mikilvægi málsins. Það er ótrúleg spámannleg yfirlýsing í lokin frá Dr. Karanja, OBGYN frá Afríku, sem nú er látinn en hann var kjarninn í þessu öllu saman.

„Hann sagði: „Þegar þeir eru búnir með Afríku, þá koma þeir til ykkar“ … Aldrei hefur neinn spádómur verið jafn sannur.“

Áætlun fólksfækkunar er núna samsærisstaðreynd

Holland heldur áfram:

„Því hefur verið mjög erfitt að svara … þegar fólk spyr okkur: „Er einhver áætlun um fólksfækkun?“ Fólk bendir á það sem Bill Gates sagði, hvernig bóluefni myndu fækka jarðarbúum. Einnig var það í gangi, að verið væri að gera fólk heilbrigðara og þess vegna myndi það velja að eignast ekki fleiri börn.

„En þetta var gruggugt. Ég held að þessi mynd hjálpi okkur virkilega að skilja að þetta er ekki samsæriskenning. Þetta er algjör raunveruleiki … Myndin gerir það 100% ljóst. Það er engin spurning um það. Og þú sérð svikin og blekkingarnar. Og bara til að nefna það, þá skilgreinir Rómarsamþykktin Alþjóðlega sakamáladómstólsins þvingaða ófrjósemisaðgerð sem stríðsglæp og flest lönd heims hafa undirritað samþykktina.

„Þetta er ekkert smáræði, að svipta fólki upplýstu samþykki til að gera það ófrjósamt. Það er einmitt það sem gerðist. Eitt af viðtölunum í myndinni sem er svo talandi er við konu, sem getur ekki ófrísk til enda. Hún kemst að því að hún er með mótefni gegn hCG og hún áttar sig á því að einhver, einhvers staðar, gerði hana ófrjóa. Það er, eins og hún segir, djöfulleg áætlun …

„Þegar við litum til baka á það sem gerðist með HPV bóluefninu, sem ég skrifaði bók um árið 2018, þá sáum við m.a. að þunganir unglinga minnkaði 50% frá 2007 til 2018 — 50%! Hvað svo sem manni finnst um óskipulagðar meðgöngur, þá er þetta yfirþyrmandi fækkun á 10 árum.

„Fólk sagði frá miklum æxlunaráhrifum frá HPV bóluefninu. Núna erum við að heyra það sama, bara miklu meira varðandi COVID bóluefnin. Við erum að heyra að konur missi fóstur og börn bókstaflega deyja, sem eru á brjóstagjöf mæðra sem hafa nýlega verið bólusettar.

„Það er verið að tilkynna um meðfædda vansköpun sem aukaverkun af bóluefnum. Ég held að það sé núna handan sviðs samsæriskenningar að segja að það sé mjög sennilegt, að þessi bóluefni sem verið er að þvinga á heiminn – sérstaklega COVID sprauturnar – hafi mikil áhrif gegn frjósemi.

Er til eitthvað sem heitir öryggi bóluefna?

Það er mikilvægt að átta sig á því, að engar rannsóknir hafa nokkurn tíma sannað, að eitthvað af bóluefnum barnabólusetningaráætlunarinnar sé öruggt, sérstaklega þegar þau eru gefin í ýmsum samsetningum. Eins og Wakefield bendir á, sýna framleiðendur bóluefna og fólk eins og Dr. Anthony Fauci „nánast barnalega nálgun“ varðandi öryggið.

Yfirlýsingin sem gefin er er sú, að bóluefni almennt og sérstaklega COVI-sprautur, séu „örugg og áhrifarík“ og að þau hafi engin skaðleg áhrif á æxlun og frjósemi. Þetta er sagt, þótt engar æxlunarrannsóknir hafi verið gerðar.

Konur sem heyra slíkar tryggingar gera þá ráð fyrir því, að nauðsynlegar rannsóknir HAFA verið gerðar en það er í raun algjör lygi. Raunin er sú, að þú getur ekki fundið vísbendingar um skaða, ef þú leitar ekki eftir því.

Annar veruleiki er sá, að forsendur og getgátur um vísindi eru ekki það sama og vísindalegar sannanir. Ein meginforsenda, sem núna hefur reynst vera algjörlega röng, er að mRNA-bóluefnið haldist í axlarvöðva við stungustaðinn.

„Enginn hefur nokkurn tíma reynt að finna út, hvort þau séu áfram á stungustaðnum eða ekki eða hvort þau dreifast um líkamann, sem þau gera auðvitað,“ segir Wakefield. „Þannig að þetta er barnaleg og algjörlega óviðeigandi tilgáta.

„Önnur forsendan sem var algjörlega óviðeigandi var að gera einhverjar forsendur yfirleitt. Þú ætlar að gefa sjö milljörðum manna þessa sprautu … og þú gerir ráð fyrir einhverju öryggi. Síðan uppgötvar þú, eftir að meirihluti þessara sjö milljarða íbúa, að þú hafðir algjörlega rangt fyrir þér.

„Í raun fer þetta um líkamann. Gaddapróteinið er að finna í vefjum um allan líkamann, þar með talið og sérstaklega í eggjastokkum. Þar getur það skapað bólguviðbrögð, sjálfsofnæmi, skemmdir og ófrjósemi.

Wakefield bendir ennfremur á að engin klínísk rannsókn á neinu af bóluefninu í barnabólusetningaráætluninni hafi nokkru sinni verið prófuð gegn raunverulegri lyfleysu. Allir hafa notað virka lyfleysu, eins og álsprautu eða annað bóluefni, sem leynir í raun flestum skaðlegum áhrifum.

Athyglisvert er að í sumum COVID rannsóknunum notuðu þeir í raun óvirka lyfleysu (þó að sumir bóluefnisframleiðendur hafi notað annað bóluefni). En hvað gerðist svo?

Áður en rannsókninni var lokið, buðu þeir öllum sprautuna í lyfleysuhópnum, sem í raun útrýmdi samanburðarhópnum með öllu! Síðan reyndu þeir að grafa gögnin í 75 ár. Sem betur fer lét skynsamur dómari þá ekki komast upp með það.

Wakefield segir:

„Þeir [Pfizer] vissu, að það voru vandamál. Þeir greindu vandamálin upphaflega í viðeigandi rannsóknum, þar til þeir gáfu blandaða hópnum bóluefnið. Síðan reyndu þeir að fela gögnin, vegna þess að þeir vissu að þau, sýndu alvarlegar aukaverkanir við bóluefni þeirra. Dómstóllinn hafnaði þeim og nú er verið að greina þessi gögn og þau eru skelfileg.“

Seinni hluti verður birtur síðar.

Myndina má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan umræður um málið.

Smellið á myndina hér að ofan til að kveikja á myndbandinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila