Site icon Útvarp Saga

„Fyrst og fremst Tékkaland“ – Tugir þúsunda mótmæltu Nató og ESB – krefjast að fjandskap við Rússland verði hætt

Tugir þúsunda íbúa í Prag mótmæltu áhrifum Nató og ESB í vikunni undir kjörorðinu: „Tékkaland fyrst.“

Krefjast tafarlausra beinna samninga við Rússland um kaup á ódýru gasi

Mikil mótmæli voru í Prag s.l. miðvikudag þegar tugir þúsunda Pragbúa söfnuðust til að mótmæla Nató og valdaelítu ESB, sem mótmælendur segja að hafi eyðilagt lífsmöguleika sína. Fyrir mótmælunum stóð hópur, sem kallar sig „stjórnmálalega óháða borgara.“

Mótmælendurnir vilja að þegar í stað verði teknar upp beinar samningaviðræður um gaskaup frá Rússum á lágu verði.

Fundir voru í fleiri borgum Tékkalands á miðvikudaginn.

Greiddu hæsta rafmagnsverð í Evrópu í júlí

Í júlí greiddu tékknesk heimili hæsta verðið í Evrópu fyrir rafmagn. Engu að síður, sem mörgum Tékkum finnst vera háðslegur brandari, þá er landið meðal stærstu raforkuútflytjendum heims.

Á sama tíma og landsmenn Tékkalands falla í skuldaholið, þá halda leiðtogar í Tékklandi áfram að flytja út raforku.

Prague Morning segir frá.

Fólk sem býr í Prag greiðir hæsta verðið fyrir rafmagn í allri Evrópu, samkvæmt kaupvísitölu. Grafið að neðan sýnir raforkuverð í júlí í aðildarríkjum ESB og einnig raforkuverð í Sviss, Noregi og Rússlandi.

Samkvæmt rannsókninni greiddu íbúar Prag um 52 sent eða 0,52 € á hverja kílóvattstund í júlí. Það er um það bil helmingi meira en íbúar Bratislava borguðu og um það bil þrisvar sinnum meira en íbúar Búdapest eða Moskvu greiddu fyrir rafmagnið.

Íbúar Prag greiða næstum fjórfalt meira en heimili í svissnesku höfuðborginni Bern og rúmlega fjórfalt meira en heimili í Osló í Noregi.

Tékkar eru með hæsta raforkuverð í Evrópu í dag samanber „Morgun í Prag.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla