Fyrsta opinbera samkynhneigða teiknimynd Disney fær lélegustu útkomu allra teiknimynda

Rétttrúnaðar-Disney er á brauðfótum. Nýja Disney teiknimyndin Undarlegur heimur „Strange World“ dró aðeins inn 4,2 milljónir dala á miðvikudaginn og búist er við að tekjur fyrstu fimm sýningardaga í kvikmyndahúsum verði innan við 24 milljónir dala. Fyrir kvikmynd með áætlaðan framleiðslukostnað upp á 180 milljónir dala er hin lélega fjárhagsútkoma eintóm vonbrigði. Myndin lítur út fyrir að verða einn stærsti peningaskellur Disney allra tíma.

Myndin fékk B einkunn á kvikmyndalistanum sem er lægsta einkunn sem teiknimynd frá Disney hefur nokkru sinni fengið samkvæmt World of Reel. Eftir „Fríðu og dýrið“ hafa allar Disney-teiknimyndir fengið A+, A eða A- einkunn.

Romper segir frá:

Undarlegur heimur fylgir Ethan (raddaður af Jaboukie Young-White), ungum samkynhneigðum unglingi sem nýtur fulls stuðnings beggja foreldra sinna, Searcher (Jake Gyllenhaal), og Meridian (Gabrielle Union). Searcher og fjölskylda hans hafa forðað sér frá lífi til að verða bóndi eftir að ævintýragjarn faðir Searcher Jaeger (Dennis Quaid) hvarf, þegar hann var barn. Fjölskyldan er kölluð til verkefna af forseta landsins Avalonia, Callisto Mal (Lucy Liu), sem leiðir hana inn í undarlegan nýjan heim. Þar kynnist fjölskyldan dýrum og plöntum sem þau hafa aldrei séð áður og einni manneskju sem þau þekkja allt of vel. Jaeger Clade, sem verið hefur týndur í mörg ár.

Á meðan fjölskyldan er að takast á við þetta mikla ævintýri er Ethan að takast á við eigin tilfinningar. Hann kemur ekki upp orði, þegar hann er í kringum ástvin sinn, strák sem heitir Diazo.

Deila