Gæðingarnir fengu að kaupa íbúðir Íbúðalánasjóðs á 16 milljónir að meðaltali

Þær 4300 íbúðir sem Íbúðalánasjóður leysti til sín með nauðungarsölum, á árunum 2011 og 2012 voru seldar útvöldum gæðingum á 16 milljónir hver íbúð að meðaltali sé miðað við heildar söluandvirði þeirra 2300 íbúða sem upplýsingar hafa fengist um. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorsteins Sæmundssonar fyrrverandi þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Á þeim tíma þegar salan fór fram var Þorsteinn í Framsóknarflokknum en flokkssystir hans Eygló Harðardóttir var þá húsnæðismálaráðherra og bar ábyrgð á sölunni ræddi söluna aldrei á þingflokksfundi.

„þessi sala á eignum var aldrei rædd á þingflokksfundi og þess vegna sló þetta mig þegar ég var farinn úr flokknum og mér er alveg sama hvar ég hefði verið ef ég hefði komist að þessu því þá hefði ég að fara að spyrja um þetta og þess vegna get ég alveg staðið á því að það kom aldrei fyrir á þingflokksfundi að það væri verið að ræða þetta“segir Þorsteinn.

Hann segist ekki vera viss um að salan hefði verið auglýst og hefur ákveðnar efasemdir um að svo hefði verið. Það liggi þó ljóst fyrir dæmi um að sumir sem keyptu hafa fengið að kaupa með því einu að fara inn í bankann og biðja til dæmis um lán upp á 1,7 milljarða króna fyrir íbúðunum með veði í eignunum sjálfum án þess að leggja neitt út sjálfir.

Þorsteinn segist hafa vonað að RÚV myndi grípa boltann og fara ofan í söluna en það hafi ekki gerst ennþá. Þess má geta að Útvarp Saga óskar eftir því að þeir sem hafi lent í að missa íbúðirnar sínar til Íbúðalánasjóðs á þessum tíma eða búa yfir öðrum upplýsingum um málið að hafa samband á netfangið saga@utvarpsaga.is og haft verður samband við þá til baka sem vilja segja sögu sína.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila