Gallup í spillingarvef – tengist framboði Katrínar beint

Þrír eigenda samskiptafyrirtækisins Aton JL sem meðal annars starfar fyrir kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur stofnuðu síðastliðið haust félagið Hamarshyl utan um kaup Gallup á Íslandi. Er því ljóst að niðurstöður skoðanakannana frá Gallup í forsetakosningunum geta skapað tortryggni vegna þessa tengsla. Mikilvægt er að niðurstöður skoðanakannana séu hafnar yfir allan vafa en það verður ekki hægt að segja um niðurstöður frá Gallup.

Samkvæmt upplýsingum er félagið Hamarshylur í meirihlutaeigu þessara þriggja eigenda Aton JL, þeirra Agnars Lemack, Ingvars Sverrissonar og Hugins Freys Þorsteinssonar en Huginn Freyr er jafnframt beinn tengiliður Aton JL við kosningateymi Katrínar auk þess að vera stjórnarformaður Gallup, en saman eiga þeir þrír 75% hlut í Hamarshyl. Hin 25% eru í eigu Valdimars Halldórssonar en hann hefur meðal annars setið í stjórnum Orkuveitu Húsavíkur og Fríhafnarinnar fyrir hönd VG.

Aton JL hefur fengið 129,4 milljónir úr ríkissjóði

Aton JL hefur fengið umtalsverðar greiðslur frá hinum ýmsu ráðuneytum og ríkisstjórnum allt frá árinu 2017 þegar ríkisstjórn Katrínar tók við allt til mars á þessu ári. Greiðslurnar nema alls 129,4 milljónum króna.

Bein tengsl við forsetaframboð Katrínar

Huginn Freyr hefur lengið verið í tengslum við Katrínu og Vinstri græna og var meðal annars aðstoðarmaður Steingríms Joð Sigfússonar í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur auk þess sem hann aðstoðaði Svavar Gestsson þegar Svavar var gerður að sérstökum samningamanni ríkisstjórnarinnar um Icesave samningana sem þjóðin eins og frægt varð hafnaði tvívegis í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í desember árið 2022 skipaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og þáverandi varaformaður Vinstri grænna Huginn sem formann stjórnar Vinnumálastofnunar. Þá var Huginn jafnframt formaður starfshóps Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna. Þá liggur fyrir að Aton JL hefur bein afskipti af kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur eins og fyrr segir.

Ekki náðist í Huginn við vinnslu fréttarinnar og þá svaraði Agnar Lemack ekki tölvupósti sem hann bað um að fá sendann með spurningum um málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila