Gangi þér vel með þetta Macron – Frakkarnir komnir út á götu – ,,Liberté, liberté…“

Forseti Frakklands heldur að hann komist upp með skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsfólks í landinu.
Láti það ekki fullbólusetja sig fyrir haustið á það á hættu að fá ekki greidd laun. Eins ætlar forsetinn að setja þá skyldu á, að til að komast inn í verslanir, veitingastaði, bíó, lestar o.fl. þurfi fólkið að framvísa heilsupassa (sprautuvottorði) eða neikvæðu PCR-prófi.

Ekki nema 36% Frakka eru fullbólusettir og því er langt í að ná hinu ómögulega hjarðónæmi sem við Íslendingar náum ekki einu sinni með 90% þátttöku. En gangi Macron vel með þetta plan sitt. Frakkar eru vanir að flykkjast út á götur bara ef mjólkin eða bensínlítrinn hækkar eitthvað smávegis.

Hvernig haldið þið að þetta verði nú? Þetta er byrjað; hér má sjá myndbönd af mótmælendum sem eru að reyna að brjótast inn í stjórnarbyggingar ,lögreglan beitir táragasi, og margmenni á götum (svipað og fyrir utan Laugardalshöllina hér). Meira hér. Það er skoska fjölmiðlakonan Gillian McKeith sem birtir þessar fréttir á Twitter.

Ekki má gleyma að minnast á boðuð mótmæli í London 19.júlí. „Við stöðvum þetta núna“ (Ó guð hvað mig langar að fara – Liberté, liberté eða nei, freedom, freedom…!)

Smelltu hér til þess að skoða bloggsíðu Þórdísar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila