Gera ekki ráð fyrir að rýmingum verði aflétt á Seyðisfirði í dag

Ekki er gert ráð fyrir því að rýmingum verði aflétt á Seyðisfirði í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í tilkynningunni kemur fram að spáð er áframhaldandi talsverðri úrkomu í dag á Austfjörðum. Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, m.a. lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum.  

Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt.

Í gær voru eftirfarandi svæði rýmd:

Rýmingarreitirnir sem um ræðir eru:  4 – 5 – 6 – 7a

Húsin sem um ræðir eru: 
Strandarvegur 39 – 35 – 33 –  29 -27 – 23 -21 – 19 til 15 – 13 – 2 – 1 til 11

Hafnargata 57 – 54 –  53a -53 – 52a – 52 – 50 – 51 – 49  – 48b – 48 – 47 – 46b 46 – 44b – 44 – 43 – 42b – 42 – 40 – 38 – 25

Hér að neðan er kort af rýmingarreitum sem um ræðir, nr. 4, 5, 6 og 7a.
Sjá einnig kort af öðrum rýmingarreitum á Seyðisfirði á vef Veðurstofu Íslands.
https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/ryming/rymingarkort/rymingarkort_seydisfjordur_skridufoll_20210204.pdf

Í viðvörun frá Veðurstofu Íslands fyrir næstu tólf klukkustundir kemur fram að gert sé ráð fyrir alsverðri eða mikilli rigningu. Aukið afrennsi og vatnavextir í ám og lækjum sem auka líkur á flóðum og skriðuföllum, sem getur raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Nokkrar skriður hafa fallið á Austfjörðum en allar utan við byggð. Ekki er ljóst hvort þær hafi fallið á vegi þar sem leiðum á svæðinu hefur verið lokað vegna skriðuhættu. Þá

Á norðurlandi var mjög hvasst í nótt og á Siglufirði splundraðist hús í einni hviðunni. Brak dreifðist um stór svæði og olli það tjóni á öðrum húsum. Enginn slasaðist. Þá hafa að minnsta kosti tvær skriður fallið nærri Grenivík.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila