Gerðist listmálari til þess að tengjast betur sjónum og sjómennskunni

Þegar Þrándur Arnþórsson ákvað að gerast sjómaður ákvað hann að fara óhefðbundna leið til þess að tengjast betur sjónum og sjómennskunni áður en hann lagði upp í sína fyrstu sjóferð í sumar þegar hann tók þátt í strandveiðum.  Sú leið sem Þrándur valdi var að taka upp pensilinn og olíuliti og mála málverk af bátum á sjó. Í jóla og aðventuþættinum í gær ræddu þær Arnþrúður Karlsdóttir og Heiða Þórðar við Þránd um málverkin hans og listsköpun.

Á málverkasýningu hans sem haldin er í Gallerý Grásteini á Skólavörðustíg þessa dagana má sjá að einkenni myndanna á sýningunni er að sjórinn er úfinn og illúðlegur og segir Þrándur að lesa megi í myndirnar þau átök sem mennirnir eiga oft í við sjóinn og móður náttúru enda er yfirskrift sýningarinnar: Átök við hafið.

Þrandur segir að þó myndirnar beri með sér þetta ekta íslenska óveður á sjó, hafi hann verið sjálfur ótrúlega heppinn með veður þegar hann stundaði strandveiðar í sumar en Þrándur reri út bæði frá Rifi og Patreksfirði. Málverk Þrándar eru afar heillandi og draga áhorfandann oftar en ekki aftur í tímann þegar sjósókn var oft á tíðum erfiðari og hættulegri en nú er. Hann segir að honum finnist saga sjósóknar á Íslandi afar og ekki síst þegar framfarir hvað varðar veiðar og bátasmíði fóru að verða byltingarkenndar. Á sýningu Þrándar eru um 15 verk og er sem fyrr segir staðsett í9 Gallerý Grásteini sem er staðsett neðst á Skólavörðustíg en sýningin fer fram á efri hæðinni og verður hún opin fram yfir næstu helgi.

Fyrir þá sem vilja hafa samband við Þránd er bent á að hafa samband við hann í símanúmerið 821-3919 eða í gegnum tölvupóst á netfangið thrandur@vefsala.com. Hér að neðan má sjá nokkur af verkum Þrándar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila