Gervigreindin góð tækni sem þó getur verið varasöm

Gervigreindina er hægt að nýta til margra nytsamlegra hluta en eins og annarri tækni fylgja henni einnig skuggahliðar sem fólk áttar sig oft ekki á og því mikilvægt að fólk sé meðvitað um hætturnar. Þetta segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar í leyfi og forsetaframbjóðandi en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Helga segir að fólk sem noti til dæmis gervigreindarforritið Chat gpt átti sig oft ekki á því að þær upplýsingar sem það setur inn í forritið sé það í raun að setja á netið því forritið er forrit sem safnar upplýsingum mjög víða að og ekki síst frá notendunum sjálfum. Því ætti að forðast að setja þar inn viðkvæmar eða persónulegar upplýsingar. Megin reglan sé að ef notandinn er ekki að borga fyrir notkun þess forrits sem hann notar þá er notandinn sjálfur söluvaran.

Ábatasamar upplýsingar seldar

Þær upplýsingar sem slík forrit safna eru síðan seldar og segir Helga að það sé nú svo að sala á upplýsingum sé orðin ábatasamari heldur en fíkniefnamarkaðurinn og því engin tilviljun að forritin safni upplýsingum um notendur.

Ferðagjöf stjórnvalda fór í einkaupplýsingar

Hún segir að það megi nefna að þegar Íslendingar fengu 5000 króna ferðagjöf hafi forritið sem var notað til þess að nálgast gjöfina það frekt á upplýsingar notandans að það fór inn í allar einkaupplýsinar viðkomandi sem það komst yfir og safnaði þeim. Þetta hafi ráðuneytið sem úvistaði ferðagjöfinni hreinlega ekki áttað sig á.

Börn gerð að markaðsvöru

Það sé fyrst og fremst andvaraleysi þeirra sem innleiða eða nýta tæknilausnir sem hætta stafi af. Til dæmis hafi mörg stór sveitarfélög, t,d Reykjavík innleitt bandarískt forrit sem notað var í skólastarfi, safnað upplýsingum um nemendur t,d dagbókarfærslum, sem nemendur færðu inn í forritið. Þannig hafi börnin í raun verið gerð að markaðsvöru bandarísks stórfyrirtækis.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila