Gestalistinn í Davos birtur – Sjáðu hverjir eru á listanum

Nú stendur yfir ráðstefna World Economic Forum í Davos þar sem hátt settir embættismenn, ráðherrar og fleiri hátt settir einstaklingar hittast og bera saman bækur sínar og taka ákvarðanir á bak við tjöldin. Eðlilega hafa því margir velt fyrir sér hvort Íslenskir ráðamenn séu á gestalistanum á ráðstefnunni í Davos.

Útvarp Saga hafði því samband við ráðuneytin og voru svörin á þann veg að engir ráðherrar væru á ráðstefnunni í Davos en það fékkst þó staðfest að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra væri staddur í Sviss og væri þar í skíðaferð samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins.

Á staðfestum gestalista ráðstefnunnar í Davos eru taldir upp þeir einstaklingar sem fundinn sækja en samkvæmt listanum er enginn Íslendingur á ráðstefnunni. Hér að neðan má sjá listann.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila