Getum stjórnað líðan okkar með huganum og hugsunum

Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi

Maður getur haft góða stjórn á líðan sinni með því að gera sér grein fyrir að maður kallar fram sína eigin vanlíðan með því að hugsa um það sem veldur manni vanlíðan. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðna Gunnarssonar lífsráðgjafa í þættinum, Í leit að sannleikanum í dag en hann var gestur Arnars Þórs Jónssonar.

Gunnar segir að með því að hugsa aðeins um það sem maður vilji hafa í lífi sínu og sleppa algerlega því sem maður vill hafa í sínu lífi geti maður stuðlað að betri líðan, maður sé í raun nokkurs konar ljósameistari í eigin lífi.

„þetta er þá spurning um hvort maður sé með ljósgeisla eins og sólargeisla sem er að lýsa í gegnum stækkunargler sem brennir það sem fyrir verður, eða er hann að lýsa í gegnum kámugt gler sem skilar sér einungis sem týra, hvort þú sért ljósgeislinn í þínu lífi eða skuggavera, hvernig maður kemur fram við sjálfan sig, flestir eru mjög uppteknir af því að vera stöðugt af hafna sjálfum sér og afneita, eru stöðugt í persónulegu einelti gagnvart sjálfum sér“ segir Guðni.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila