Ghislaine Maxwell um Epstein: „Ég tel að hann hafi verið myrtur í fangelsinu“

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell á meðan allt lék í lyndi.

Ghislaine Maxwell, dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal, er sannfærð um að barnaníðingurinn Jeffrey Epstein hafi ekki framið sjálfsmorð heldur hafi verið myrtur í fangelsinu. Talið var að Epstein hafi haft sönnunargögn sem hann hefði getað notað í fjárkúgunarskyni gagnvart mörgum háttsettum mönnum. Maxwell segir þetta í viðtali við Jeremy Kyle hjá TalkTV (sjá myndband neðar á síðunni). Ghislaine Maxwell talar út frá fangelsinu um líf sitt og samband sitt við Jeffrey Epstein.

Í viðtalinu segist hún meðal annars hafa óskað þess að hún hefði aldrei hitt hann. Um andlát Epstein árið 2019, sem opinberlega var fullyrt að hefði verið sjálfsmorð, segir hún:

„Ég held að hann hafi verið myrtur. Ég var sjokkeruð Svo velti ég fyrir mér hvernig það hefði getað gerst. Vegna þess að ég var viss um, að hann ætlaði að áfrýja.“

Að sögn Maxwell var hún sjálf ekki nafngreind í þeirri ákæru. Hún hefur sjálf áfrýjað dómi yfir sér frá 2021 og hún segist sjá eftir því að hafa hitt Epstein: „Þegar ég lít til baka óska ég þess að hafa verið áfram í Englandi.“ Sjá nánar hér.

Heyra má viðtalið við Maxwell á myndbandinu hér að neðan:

Deila