Gjafagjörningur Reykjavíkurborgar vegna öfgafullra kennisetninga

Sá gjafagjörningur Reykjavíkurborgar sem fólst í að gefa olífélögunum lóðir er tilkominn vegna ákvarðanatöku sem byggð er á öfgafullum kennisetningum meðal annars um þéttingu byggðar þar sem allt annað má má víkja og kosta megi hverju sem er til þess að markmið þéttingu byggðar náist. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Sigmundur segir að þetta hafi verið gert í þeim tilgangi að hlutirnir gengju sem hraðast fyrir sig svo olíufélögin færu ekki fram á framlengingu lóðaleigu því við þær aðstæður yrði meirihlutinn að losna því fólkið innan hans fyrirlíti bifreiðar og þá sérstaklega fjölskyldubílinn.

Ástæðan er til að gera fólki erfitt fyrir að komast leiðar sinnar

Hann segir að meirihlutinn í borginni virðist vera tilbúinn til þess að gera hvað sem er til þess að gera fólki erfitt fyrir að komast leiðar sinnar. Liður í því sé einmitt að fækka bensínstöðvum. Þetta sé svo sett í samhengi við stefnu ríkisstjórnarinnar að banna sölu nýrra bensín og dísilbíla árið 2030.

Rafbílavæðingin verður ekki tilbúin árið 2030

Sigmundur bendir á að það sé stutt í að árið 2030 gangi í garð og það sé algerlega ljóst að rafbílavæðingin verður ekki búin að klárast fyrir þann tíma. Meira segja bílaframleiðendur hafa áttað sig á þessu og hafa gefið það út að rafbílavæðingin mun taka mun lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Það sé jafnvel útlit fyrir að hún klárist aldrei alveg að fullu og áfram verði ólíkar gerðir bifreiða í umferð, en það hafi ríkisstjórnin ekki enn náð að átta sig á.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila