Glæsilegt úrval af girnilegum bollum hjá Bakarameistaranum

Nú styttist í bolludaginn og eru bakarar landsins í óða önn að undirbúa sig undir hann enda eru Íslendingar mikil bolluþjóð og sporðrenna þeim í miklu magni. Í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag gafst hlustendum kostur á að hringja inn og taka forskot á sæluna og næla sér í bollur frá Bakarameistaranum sem að vanda er með á boðstólum glæsilegt úrval af bollum nú sem endra nær.

Bakarameistarinn á 9 stöðum á höfuðborgarsvæðinu

Hjá Bakarameistaranum sem er á níu stöðum og sjá má nánar hér er boðið upp á mjög mikið úrval af bollum en sem fyrr eru það vatnsdeigsbollurnar sem eru vinsælastar. Ýmsar gómsætar bollur má finna hjá Bakarameistaranum og þar má nefna sem dæmi, bollur með karmellu, súkkulaðiganas,jarðarberja, púnsrjóma og bláberja svo eitthvað sé nefnt. Þá býður Bakarameistarinn fyrirtækjum upp á sérstaka fyrirtækjapakka fyrir þau fyrirtæki sem vilja gleðja starfsmenn sína.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila