
Það var mikið hlegið í þættinum Gömlu góðu lögin á föstudag enda gestur þáttarins hin stórskemmtilega söngkona Hjördís Geirs.
Í þættinum rifjaði Hjördís meðal annar upp réttarböllinn hér á fyrri tíð en þá var heldur betur mikið að gera hjá Hjördísi sem söng á hverju kvöldi fyrir bændur og búalið á meðan réttir fóru fram sem stóðu yfir í viku til tíu daga í þá daga.
„þá voru tvær hljómsveitir sem sáu um að skemmta þarna á suðurlandi í þá daga og ég var í annari þessara hljómsveita og það var ball á hverju einasta kvöldi á meðan þessu stóð, þetta var afskaplega skemmtilegt“segir Hjördís.
Það var því mikil hauststemning í þætti Magnúsar og hvað er betra en að betra í haustkuldanum en að setjast niður með kaffið í annari og LU kexið í hinni og hlusta á Magnús og hina stórkostlegu Hjördísi Geirs að rifja upp gamla tíma.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan