Nú er heldur betur hátíð hjá Kristjáni Berg fiskikóngi enda bolludagurinn genginn í garð og nóg af bollum til hjá Fiskikónginum. Kristján var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag þar sem hann sagði hlustendum meðal annars frá því hvernig það kom til að fiskbúðir á Íslandi fór að selja tilbúnar fiskibollur.
Kristján segir þróunina hafa verið þannig að fyrst fóru fiskverslanir að prufa sig áfram með fiskhakk og síðar hafi verið farið að blanda hakkið lauk og kryddi. Hann segir markaðinn hafa í raun ráðið því að þessi þróun hafi orðið og nú séu menn farnir að selja forsteiktar fiskibollur eins og fiskikóngurinn býður upp á.
Báðar tegundir jafn góðar
Það sé mjög þægilegt fyrir fólk að grípa bollurnar á leiðinni heim og sleppa við allt vesen við að elda frá grunni. Hjá Fiskikónginum sem staðsettur er á Sogavegi 3 er boðið upp á bæði gamaldags fiskibollur sem er gerðar úr fiskhakki, lauk og kryddi og eru þær því glútenlausar. Síðan er einnig í boði að fá fiskibollur sem eru blandaðar hveiti eggjum og mjólk og segir Kristján að báðar tegundir séu jafn góðar, þetta sé bara spurningin um val viðskiptavinarins því sumir vilji ekki hafa egg mjólk eða hveiti í bollunum. Þannig er Fiskikóngurinn með eitthvað sem hentar öllum.
Mikill metnaður á bak við fiskibollurnar
Í þættinum sagði Kristján frá því að glútenlausu bollurnar, þessar gömlu góðu séu hrærðar í höndunum og það sé gert til þess að þær verði með alveg hárréttu áferðinni. Það er því mikill metnaður á bak við fiskibollurnar hjá Fiskikónginum sem leika við bragðlaukanna.
Þá gafst hlustendum kostur á að hringja í þáttinn og næla sér í girnilegar fiskibollur frá Fiskikónginum og þar mátti heyra að fólk ber fram fiskibollur á mög fjölbreyttan hátt, sumir vilja bera þær fram með remúlaði, brúnni sósu með lauk og sumir nota jafnvel rabarbarasultu.
Hlusta má á afar fróðlegt viðtalið við Fiskikónginn í spilaranum hér að neðan