Göran Persson ráðinn til Swedbank til að bjarga andliti bankans

Eftir allan peningaþvottinn og hvert hneykslismálið á fætur öðru, grípur bankastjórn Swedbanks till þess ráðs að ráða fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar sem stjórnarfomann bankans. Er það von bankastjórnar að snúa megi slæmri stöðu og laskaðri ímynd bankas til betri vegar með Göran við stýrið. Hlutabréf bankans hröpuðu í verði eftir að upp komst um peningaþvott og fjársvindl og voru yfirmenn bankans reknir. Lennart Haglund hjá Swedbank segir í fréttatilkynningu bankans að “Við erum afskaplega ánægðir með að geta lagt til að  Göran Persson fv. forsætisráðherra verði nýr yfirmaður Swedbank. Göran hefur ríkan starfsferil, alþjóðleg sambönd og reynslu af fjármálum.”  Skv. sænska útvarpinu, þá hefur Göran Persson samþykkt tilboðið.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila