Græna byltingin ekki eins græn og af er látið

Orkuskiptin og þessi stóra græna bylting sem sögð er eiga gera heiminum svo gott virðist ekki vera eins græn og af er látið við nánari skoðun. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi meðal annars um grænu byltinguna en Gústaf var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Að fjölmörgum atriðum er að hyggja þegar kemur að orkuskiptum en oftar en ekki virðist hugsunin á bak við ekki ná mjög langt. Meðal þess sem kallað er á er að heimurinn verði rafbílavæddur en það þýðir að vinna verður mjög mikið af efnum í jörðinni sem almennt eru talin skaðleg fyrir umhverfið og eru síðan þessi efni notuð í rafgeyma, sem eftir ákveðinn tíma mun þurfa að farga.

Þá hefur lítið verið talað um hvað verði þá um allar þær bifreiðar sem nú eru á götum heimsins og koma með að enda sína ævidaga með misjöfnum hætti. Sumir verða að vísu bræddir niður með tilheyrandi mengun og endurnýttir á einhvern hátt en ekki hafa öll lönd efni á slíkum lúxus og þá er mikil hætta á að þeir muni daga uppi í mengandi hrúgum milljónum saman.

Fuglar eins og borðtenniskúlur innan um vindmylluspaðana

Þá virðist vindmylluvæðing vera nýjasta tískufyrirbrigðið hjá umhverfissinnum sem vilja reisa slíkar myllur á hverri hæð sem þeir sjá, með tilheyrandi sjón og hávaðamengun, allt í þágu umhverfsins sem reyndar fær að gjalda þess svo seinna meir þegar urða þarf ónýta vindmylluspaða sem gerðir eru úr skaðlegum plastefnum. Þegar hefur sýnt sig að vindmyllugarðar hafa áhrif á dýralíf og eru vindmyllugarðar orðnir eins og risavaxið borðtennisborð þar sem fuglategundir, sumar sjaldgæfar eru settar í hlutverk borðtenniskúlunnar og lenda því miður oft í árekstrum við spaða myllanna. Þá er ótalin sú

Bifreiðum fækkað með reglugerðum og ónýtu eldsneyti

Hér á Íslandi eru farnar ákveðnar leiðir til þess að fækka ökutækjum í umferðinni en það er gert með reglugerðum sem meðal annars kveða á um að ef minnsta olíusmit sést í gangverki bifreiða þegar þær eru skoðaðar af bifreiðaskoðunarstöðvum fá þær á sig akstursbann umsvifalaust. Svo er það nýjasta dæmið hér á landi þar sem tekið hefur verið upp notkun á svokölluðu E-10 eldsneyti sem er hefðbundið bensín sem er með 10% etanólmagni sem einmitt tærir upp gúmmíslöngur með tíð og tíma og tryggir að þær fari að leka og hægt sé að setja akstursbann á viðkomandi bifreið. E-10 eldsneytið var skipt út fyrir hefðbundið eldsneyti undir því yfirskyni að það mengaði mun minna en sannleikurinn er hins vegar sá að E-10 eldsneyti brennur hraðar vegna þess að það inniheldur meira etanól en hefðbundið bensín og því mengar það þar af leiðandi meira.

Hlusta má á þáttinn og umræðu um fleiri erlendar fréttir í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila