
„Lofslagsbanki Evrópusambandsins“
SR Ekot tók viðtal við Werner Hoyer, stjórnarformann evrópska fjárfestingarbankans, sem er fjármálastofnun Evrópusambandsins.
Eitt af verkefnum bankans er að berjast gegn „loftslagsbreytingum.“
Allt að 31 % af fjárfestingum bankans fara í „baráttu gegn hlýnun jarðar.“ Bankinn kallar sig „loftslagsbanka ESB“ og skrifar, að skuldbinding bankans sé „að vera leiðandi í baráttunni gegn hlýnun jarðar og í grænum málefnum Evrópu.“
Werner Hoyer sagði í janúar 2020:
„Við erum að auka verulega loftslagsaðgerðir okkar. ESB bankinn gegnir lykilhlutverki í grænum aðgerðum í Evrópu sem Ursula von der Leyen, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti um.“
Verðbólgan er afleiðing peningaprentunar vegna aðgerða til að mæta covid-19
Sænska útvarpið segir í dag að verðbólga sé „mjög há“ í Svíþjóð og heiminum um þessar mundir.
Að sögn Werner Hoyer hefur verðbólga gert félagsmálaástand erfiðara í aðildarríkjum ESB. Hann telur verðbólguna jafnvel vera hræðilega. Á sama tíma hækkar orkuverðið.
ESB búrókratinn segir erfiða tíma bíða Evrópu:
„Það verða allir að læra að lifa á aðeins minna þann tíma, sem launahækkanir fylgja ekki verðlaginu eftir, áður en við sjáum uppsveiflu aftur.“
Verðbólgan fylgir í kjölfar þess, hvernig leiðtogar hins vestræna heims brugðust við Covid. Þeir lokuðu heilu samfélögum og prentuðu ógrynni peninga, jafnvel þótt að covid-19 væri sjúkdómur sem líktist flensu með lága dánartíðni (minna en 0,1% í hópi yngri en 70 ára) og aðallega leggst á aldraða, eins og Bill Gates orðaði það nýlega.