Græni boðskapur ESB til almennings: „Allir verða að læra að lifa á minna“

Werner Hoyer, yfirmaður evrópska fjárfestingarbankans (EIB), heldur því fram í viðtali við sænska ríkisútvarpið, að allir í Evrópu „verði að læra að lifa á aðeins minna“ vegna mikillar verðbólgu, sem stafar af covidviðbrögðum stjórnvalda. (Mynd Raul Mee EU2017EE).

„Lofslagsbanki Evrópusambandsins“

SR Ekot tók viðtal við Werner Hoyer, stjórnarformann evrópska fjárfestingarbankans, sem er fjármálastofnun Evrópusambandsins.

Eitt af verkefnum bankans er að berjast gegn „loftslagsbreytingum.“

Allt að 31 % af fjárfestingum bankans fara í „baráttu gegn hlýnun jarðar.“ Bankinn kallar sig „loftslagsbanka ESB“ og skrifar, að skuldbinding bankans sé „að vera leiðandi í baráttunni gegn hlýnun jarðar og í grænum málefnum Evrópu.“

Werner Hoyer sagði í janúar 2020:

„Við erum að auka verulega loftslagsaðgerðir okkar. ESB bankinn gegnir lykilhlutverki í grænum aðgerðum í Evrópu sem Ursula von der Leyen, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti um.“

Verðbólgan er afleiðing peningaprentunar vegna aðgerða til að mæta covid-19

Sænska útvarpið segir í dag að verðbólga sé „mjög há“ í Svíþjóð og heiminum um þessar mundir.

Að sögn Werner Hoyer hefur verðbólga gert félagsmálaástand erfiðara í aðildarríkjum ESB. Hann telur verðbólguna jafnvel vera hræðilega. Á sama tíma hækkar orkuverðið.

ESB búrókratinn segir erfiða tíma bíða Evrópu:

„Það verða allir að læra að lifa á aðeins minna þann tíma, sem launahækkanir fylgja ekki verðlaginu eftir, áður en við sjáum uppsveiflu aftur.“

Verðbólgan fylgir í kjölfar þess, hvernig leiðtogar hins vestræna heims brugðust við Covid. Þeir lokuðu heilu samfélögum og prentuðu ógrynni peninga, jafnvel þótt að covid-19 væri sjúkdómur sem líktist flensu með lága dánartíðni (minna en 0,1% í hópi yngri en 70 ára) og aðallega leggst á aldraða, eins og Bill Gates orðaði það nýlega.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila