Heimsmálin: Kínverjar byggja þrjá flugvelli á Grænlandi

Grænland

Kínverjar eru orðnir fyrirferðarmiklir á Grænlandi og til marks um það eru kínverjar meðal annars að byggja þrjá flugvelli á Grænlandi og stunda þar einnig námugröft.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Fanklín Jónssonar í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur Útvarpsstjóra. Guðmundur segir kínverja horfa til framtíðar í framkvæmdum sínum enda sé um mikið hagsmunamál að ræða

þetta nefnilega snýst allt saman um norðurslóðaleiðina og þeir vilja auðvitað bita af kökunni, sá sem ræður yfir siglingaleiðum ræður yfir heiminum„.

Hann segir þó ekki ljóst í hvaða tilgangi flugvellirnir eru reistir

þeir eru í vígbúnaðarkapphlaupi og þeir ætla sér geinilega stóra hluti, þeir eru að reisa beina braut bæði í lofti og láði, það á auðvitað að stoppa þá af og ekki hleypa þeim tommu lengra „.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila