Grafalvarlegt að Biden segi Úkraínu að skjóta bandarískum flaugum langt inn í Rússland

Það er grafalvarlegt mál að Joe Bien forseti Bandaríkjanna skuli afhenda Úkraínumönnum vopn með þeim skilaboðum að þeim eigi að skjóta eins langt inn í Rússland og þeir geti og þetta sýni hversu alvarleg staðan er orðin. Þetta segir Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn formaður öryggis og stjórnmálanefndar ÖSE en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Birgir segir að það sé full ástæða til þess að hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem skapast hefur og á sama tíma og alvarleikastigið sé orðið svona hátt séu átökin að vinda enn upp á sig. Hann segir að lönd eins og Finnland, Eystrasaltslöndin auk fleiri landa séu orðin mjög áhyggjufull vegna ástandsins og hver þróunin verði.

Stríðinu lýkur ef menn setjast að samningaborðinu

Birgir segir að hann vilji leggja áherslu á að úkraínskur hershöfðingi hefði látið frá sér fara að stríðinu muni ekki ljúka nema gengið verði að samningaborðinu og segir Birgir að þar komi mikilvægi ÖSE til sögunnar. Hann bendir á að þó séu sumir sem segi að ÖSE hafi brugðist í aðdraganda innrásar Rússa inn í Úkraínu því ÖSE hefði átt að sjá fyrir hvað væri að gerast þar sem þeir væru með eftirlitsmenn inni í löndunum.

ÖSE fundur stóð yfir þegar Rússar réðust inn í Úkraínu

Hann segir það ákveðna kaldhæðni að þegar vetrarfundur ÖSE var haldinn í Vínarborg hafi hann verið nýbyrjaður þegar fregnir komu um að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, Birgir segir að menn geti rétt ímyndað sér andrúmsloftið á fundinum.

Joe Biden varaði Zelensky við upphaflega

Arnþrúður rifjaði upp að á fundi NATO í Munchen þessa sömu helgi 20.febrúar 2022 hafi Zelensky forseti Úkraínu lýst því yfir að hann ætlaði að virkja kjarnorkuvopn Úkraínu á ný við mikið lófaklapp viðstaddra, nema eins manns, en það var Joe Biden sem ráðlagði Zelensky að fara ekki þessa leið.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila