Gríðarlegur mannfjöldi fagnaði konungshjónunum í miðbæ Stokkhólms í dag

Sænsku konungshjónin veifuðu til mannfjöldans á báti konungs sem bar þau tilbaka til hallarinnar (skjáskot SVT).


Hátíðahöldin vegna 50 ára afmælis sænska konungsins við völd í Svíþjóð héldu áfram í dag. Fóru konungshjónin Carl XVI Gustaf og Drottning Silvia á konunglegum hestvagni í fylgd lífvarða á hestum um borgina við mikinn fögnuð gríðarlegs mannfjölda sem hafði komið til verða vitni að atburðinum. Síðan tók bátsferð við með konunglegum báti til hallarinnar þar sem hátíðahöldin héldu áfram með opnum tónleikum þekktra sænskra tónlistarmanna fyrir framan höllina fram á kvöld. Veðrið var prýðilegt síðsumarsveður og naut mannfjöldinn með konungsfjölskyldunni þeirra atriða sem upp á var boðið.

Gríðarlegur mannfjöldi kom til að hylla konunginn þegar hann ók ásamt drottningu sinni um götur Stokkhólmsborgar í hestvagni konungsfjölskyldunnar (skjáskot SVT).
Frægur hestvagn konungsfjölskyldunnar (skjáskot SVT).
Konungshjónin á báti konungs á leið til konungshallarinnar (skjáskot SVT).
Gríðarlegur fjöldi fólks, tugir ef ekki hundruð þúsunda fylltu miðbæ Stokkhólmsborgar og meðfram þeim götum sem konungshjónin óku um í opnum hestvagni. Þúsundir lögreglumanna og hermanna voru á ferð vegna hins háa öryggisástands 4 á 5 stiga skala (skjáskot SVT).
Loreen kom og söng sigurlag sitt í Eurovision,Tatto, og bar hún af mörgum öðrum vegna kraftsins í söngröddinni (skjáskot SVT).
Björn Skifs er vinsæll í Svíþjóð og hefur áður sungið fyrir konungborna eins og þegar krónprinsessan Victoria og prins Daniel giftu sig(skjáskot SVT).
Konungshjónin og krónprinsessan skemmtu sér konunglega á tónlistarleikunum. Það gerðu líka milljónir áhorfenda sænska sjónvarpsins )skjáskot SVT).
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila