Gríðarlegur mannfjöldi fagnaði konungshjónunum í miðbæ Stokkhólms í dag
Hátíðahöldin vegna 50 ára afmælis sænska konungsins við völd í Svíþjóð héldu áfram í dag. Fóru konungshjónin Carl XVI Gustaf og Drottning Silvia á konunglegum hestvagni í fylgd lífvarða á hestum um borgina við mikinn fögnuð gríðarlegs mannfjölda sem hafði komið til verða vitni að atburðinum. Síðan tók bátsferð við með konunglegum báti til hallarinnar þar sem hátíðahöldin héldu áfram með opnum tónleikum þekktra sænskra tónlistarmanna fyrir framan höllina fram á kvöld. Veðrið var prýðilegt síðsumarsveður og naut mannfjöldinn með konungsfjölskyldunni þeirra atriða sem upp á var boðið.