Guðrún Bergmann gefur út bók um umskiptin í heiminum

Guðrún Bergmann rithöfundur og lífstílsráðgjafi hefur gefið út sína tuttugustu bók, bókina Leið hjartans sem fjallar um þau umskipti sem séu að eiga sér stað í heiminum. Á vefsíðu Guðrúnar segir um bókina að hún sé skrifuð út frá kærleiksríku hjarta enda sé hún tileinkuð farsællri og kærleiksríkri framtíð mannkynsins. Guðrún Bergmann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag þar sem þær ræddu um efni bókarinnar.

Guðrún segir að í skrifum sínum sé hún komin á þann stað að skrifa um þá framtíð sem bíður mannkynsins og þær umbreytingar sem séu þegar farnar að eiga sér stað og tengjast kærleiksorkunni. Hún segir að það sé ákveðið vandamál að fólk virðist ekki almennt vera að vakna og átta sig á þessum breytingum sem séu að verða og verða varanlegar.

Bendir Guðrún á að í gær hafi verið almyrkvi á tungli og almyrkva á tungli fylgi oft varanleg endalok einhvers. Því verða ákveðnar breytingar og umskipti. Hún segir að margir finni á sér að eitthvað sé öðruvísi en vanalega en séu ekki endilega meðvitaðir um hvað sé að gerast. Hún segir að nú séum við að fara úr þriðju víddinni yfir í fimmtu víddartíðni en til þess að geta verið þar þurfi fólk að vera í kærleiksorkunni og því kalli hún bókina Leið hjartans.

Aðspurð um hvernig fólk eigi að átta sig á á hvað það þýði að fara úr þriðju vídd og yfir í fimmtu vídd segir Guðrún að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að átta sig á að undanfarið hafi verið mikil barátta milli góðs og ills. Hið illa sé mjög grimmt og það sé fólk sem sé að berjast á móti því. Hins vegar þurfi fólk að sjá ljótleika hins illa til þess að geta trúað en á meðan fólk ekki vakni ekki og átti sig á að það sé barátta milli góðs og ills sjái það ekki hvað sé að gerast.

Hún segir að til þess að fólk átti sig á þessari baráttu góðs og ills þurfi það að taka vel eftir, fréttir berist af þessi í gegnum fréttamiðla sem ekki séu meginstraumsmiðlar og sem dæmi megi sjá að hinn heimsþekkti David Icke hafi nú í rúm 30 ár varað fólk við djúpríkinu. Fyrir það hefur hann verið útskúfaður um allt en í raun sé allt sem hann hefur verið að segja að enduspeglast núna. Til dæmis megi sjá það í stefnu World economic forum að flytja allt fólk í borgir, þétta allar byggðir og að árið 2030 eigi fólk ekkert en samt eigum við þrátt fyrir það að verða hamingjusöm.

Þá segir Guðrún að baráttan milli góðs og ills birtist til dæmis í þeim stríðsrekstri sem nú blasi við okkur í Evrópu en fólk hins vegar deili oft um hvað sé hið illa afl og hvað hið góða þegar kemur að því.

Rétt er að benda áhugasömum á að bókin fæst í verslunum Pennans Eymundssonar og einnig í versluninni Betra líf.

Einnig er hægt að kaupa bókina á vef Guðrúnar með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila