Gullgrafaraæði og báknvæðing í ferðaþjónustubransanum

Það má segja að mikið gullgrafaraæði ríki í ferðaþjónustubransanum sem getur haft skaðleg áhrif á upplifun ferðamanna og landkynningu Íslands sem ferðamannastaðar. Ferðamönnum sé stýrt á sömu staðina, eins og á Þingvelli, í stað þess að dreifa þeim víðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í viðtali Hauks Haukssonar við Steinar Þór Sveinsson leiðsögumanns og fyrrverandi friðargæsluliða.

Steinar segir einnig ofstjórn ríkja þegar kemur að stýringu að ferðamannastöðum sem valdi því að þrengt sé að ferðafrelsinu auk þess sem báknið sé orðið of stórt í kringum ferðamannabransann. Það sé búið að koma upp allt of stóru bákni á ferðamannastöðum.

Þingvellir séu gott dæmi um stað þar sem búið sé að koma upp miklu bákni því þar sé búið að koma upp heilum her starfsmanna eða 30 manns. Sumir séu landverðir sem flestir séu hið besta fólk en aðrir sem taka hlutverk sitt full alvarlega og koma ekki fram af nægri virðingu við þá ferðamenn sem þangað koma.

Steinar segir að þessi stýring, að stefna öllum ferðamönnum á sömu staðina, í stað þess að dreifa þeim betur um landið geti valdið neikvæðri upplifun þessara ferðamanna.

“ þetta er mjög öfugsnúið, að hafa besta tækifæri sem býðst til markaðssetningar á landinu, í staðinn fyrir að láta þá finnast velkomna og vera ekki mikið fyrir þeim. Ferðamenn vita þeir þurfi að greiða fyrir þjónustu, eins og að komast á klósett og fleira. Það er afleit upplifun að hafa langa röð fólks fyrir framan gjaldheimtutæki til þess að komast á bílastæði á Melum. Það finnst mér öfugsnúin aðferðarfræði “ segir Steinar

Þá segir Steinar að þeir sem komi erlendis frá til þess að taka þátt í gullgrafaraæðinu og bjóði upp á rútuferðir hafi oft litla þekkingu á landinu sem sé bagalegt.

“ með fullri virðingu fyrir þeim þá veltir maður fyrir sér hversu góð landkynning það sé að þeir lesa ekki tungumálið, fylgjast ekki með fréttum hér og þó þeir rati á milli fossa í landinu þá er oft óheyrilega mikil vitleysa sem maður heyrir að komi frá þeim“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila