Gullverðið slær nýtt met

Heimsmarkaðsverð á gulli hækkaði síðdegis á mánudag í rúmar 9 milljónir íslenskar krónur kílóið, sem er hæsta verð nokkru sinni fyrir þennan glitrandi málm. Gullmarkaðurinn brást að lokum við vaxandi bankakreppu í Bandaríkjunum eftir fall Silicon Valley Bank, Silvergate og Signature Bank og stöðvun hlutabréfaviðskipta fjölda banka í gær mánudag.

Gull laðaði að sér fjárfesta þegar hlutabréfamarkaðurinn féll, Bandaríkjadalur féll og bandarísk ríkisskuldabréf féllu. Tveggja ára bandarískt ríkisskuldabréf hafði mestu lækkun á ávöxtunarkröfu á einum viðskiptadegi síðan „Svarta mánudaginn“ árið 1987 og lækkaði um 4,12% í gær. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, kom fram í fjölmiðlum og reyndi að róa markaði og sagðist fullviss um, að bandaríska bankakerfið væri „öruggt.“ Hann sagði:

„Bandaríkjamenn geta verið vissir um, að bankakerfið er öruggt. Innstæður ykkar verða til staðar þegar þið þurfið á þeim að halda. Ég mun biðja þing og bankayfirvöld að efla bankareglurnar til að gera það ólíklegra að þessi tegund af bankakreppu endurtaki sig og til að vernda bandarísk störf og smáfyrirtækin.“

Gullverð komið yfir sálfræðilegan þröskuld

Óttinn við algjöra bankakreppu, sem gæti seinkað vaxtahækkunum seðlabankans í nánustu framtíð, þrýsti gullverði yfir sálfræðilega þröskuldinn 1.900 dali á hverja únsu. Síðan á föstudag hefur gullverðið hækkað meira en $70. Daniel Ghali, ráðgjafi TD Securities, segir við Kitco News, að lækkun á ávöxtunarkröfu 2-ára bandaríska ríkisskuldabréfa bendi til þess, að skuldabréfamarkaðurinn sé farinn að reikna með vaxtalækkunum í bankakreppunni:

„Að lokum er fjárfestingarflæðið að færast í átt að gula málminum. Mikil lækkun á ávöxtunarkröfu á bandaríska tveggja ára „US2y yield“ bendir til þess, að markaðurinn búist við lausafjáráhættu sem muni þýða vaxtalækkanir frá Fed, sem styrkir ástæður til að velja gull.“

Frá áramótum hafa seðlabankar endurnýjað gullbirgðir sínar í stórum stíl. Jafnvel meðal lítilla sparifjáreigenda er mikill áhugi á beinu gulli og silfri. Ástralska myntframleiðandinn Perth Mint tilkynnti metsölu á fyrstu mánuðum ársins 2023.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila