Hægt að fimmfalda gróðann með sölu sýkts nautakjöts merkt fyrsta flokks innan ESB

Skjáskot af vef SVT Nyheter.

Sænska sjónvarpið og The Guardian ásamt fleiri miðlum greina frá því að pólski sjónvarpsþátturinn Superwizjer hafi afhjúpað umfangsmikla verslun með sýkta nautgripi innan ESB sem er slátrað og kjötið selt sem fyrsta flokks nautakjöt í matvörubúðum innan ESB og EES sem Ísland er aðili að.

Einn starfsmaður sjónvarpsþáttarins réð sig undir dulnefni hjá einu sláturhúsi og tókst að kvikmynda, þegar verið var að skera burtu krabbameinskýli og aðra sýnilega sýkingu úr slátruðum kúm áður en kjötið var merkt af eftirlitsmanni sláturhússins sem fyrsta flokks kjöt og sent áfram í matvæladreifingu á innri markaðinum.

 

Sumar kýrnar voru svo veikar að þær stóðu ekki í lappirnar og voru dregnar inn í sláturhúsið.  Að sögn Paul Roger forstjóra Animal Welfare Science, Ethics and Law Veterinary Association fer sýkt kjöt m.a. af salmonellu, E-coli og kúariðu áfram inn í fæðukeðjuna þar sem sjúkdómarnir berast síðan áfram. “Það er algjörlega ósættanlegt að slátra dýrgripum í þannig ástandi og fara með sýkt kjötið inn í fæðukeðjuna. Engin leið er að segja til um hvaða sjúkdómar dýrin geta borið en tilgangur eftirlits og vottunar er hugsað til að koma í veg fyrir að sjúkdómar geti dreifst“.

 

Sjúkir nautgripir eru fimm til sex sinnum ódýrari en frískir og því umtalsverður aukagróði fyrir slátrara sem selja sýkt kjöt merkt sem frískt. Þetta er ekki í fyrsta – né síðasta skipti sem hneykslismál af þessu tagi koma upp innan ESB. Flutningur dýra milli landa til slátrunar vegna styrkjakerfis ESB er alþekkt svo og reglur ESB sem leiða til þess að um helming veidds fisks er hent dauðum tilbaka í hafið. Sjá nánari umfjöllun hér, og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila