Site icon Útvarp Saga

”Látum alla fá 10 þúsund sek (145 þús kr.) á mánuði” – hagfræðingar ræða efnahagsleiðir í kórónukreppunni

Andreas Wallström hagfræðingur Swedbank

Hagfræðingar ræða leiðir til að mæta efnahagskreppunni í kjölfar kórónaveirunnar. Andreas Wallström hagfræðingur sænska Swedbank leggur til að allir fái ”þyrlupeninga” 10 þúsund sænskar krónur á mánuði (mótsvarar 145 þúsund íslenskum kr) í a.m.k. sex mánuði. 

”Við getum kallað það grunnlaun eða meðborgaralaun þangað til að stormurinn er yfirstaðinn.” 

Öðrum hagfræðingum finnst sú aðgerð vera röng í augnablikinu en útiloka ekki slíkt, þegar kreppunni léttir. Í Hongkong fengu íbúarnir mótsvarandi 190 þúsund ísl.kr. í mars og í Bandaríkjunum er í undirbúningi að senda öllum íbúum 1.000 dollara. 


Anders Wallström segir 

”Augljóslega er gallin sá að peningar verða um leið sendir til heimila sem þurfa þeirra ekki. Kosturinn er hins vegar sá að peningarnir ná fram til fólks sem hefur glatað tekjunum og geta þá borgað leigu og keypt mat. Það er mikilvægt að hrinda þessu í framkvæmd. Ef allir á vinnufærum aldri fá 10 þús. sek. þá kostar það 50 milljarði sek á mánuði. Það hljómar hátt en er aðeins 1% af vergri þjóðarframleiðslu (í Svíþjóð).”


John Hassler hagfræðiprófessor við háskólann í Stokkhólmi er ósammála og segir þyrlupeninga leiða til verðbólgu. Hann segir hins vegar rétt til að koma efnahagslífinu í gang aftur eftir kórónufaraldurinn.

 ”En það væri betra með róttæka lækkun virðisaukaskatts”.


Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla