Komumst af afneitunarstiginu – „Móðir allra kreppa” í kjölfar kórónuveirunnar

Andreas Cervenka, fjármálasérfræðingur Dagens Industri

Einn helsti fjármálasérfræðingur Svía, Andreas Cervenka, skrifa einstaklega létt lesnar greinar um stór og flókin efnahagsvandamál. í nýrri grein í Dagens Industri fjallar hann um efnahagslegar afleiðingar veirufaraldursins.

Hér er stiklað á stóru:


„Beiskur sannleikur allra kreppa er þessi: Efnahagslífið nær sér aldrei alveg aftur. Eftir covid-19 munu stórir hlutar heims þurfa að minnka væntingar á lífshögum og velferð. Það er kominn tími til að stjórnmálamennirnir segi það hreint út. 1969 birti sálfræðingurinn Elisabeth Kubler-Ross líkan sem lýsir fimm ólíkum stigum fólks sem mætir erfiðum áföllum“

Afneitun, illska, hrossakaup, örvænting og samþykki.

 Margir virðast fastir á afneitunarstigi kórónukreppunnar. Kórónuveiran hefur gjörbreytt lífi okkar; hvernig við umgöngumst, ferðumst, störfum. Meira að segja málfarið er í kreppu. Innan fjármálablaðamennskunnar eru fyrirsagnir eins og „hrun” eða „hrikalegar tölur” ekki óalgengar.En hvað á þá að kalla fall yfir 300 prósent (!) á einum degi eins og gerðist nýlega með olíuna? Eða að 33 milljónir manns missa atvinnuna á nokkrum vikum eins og í Bandaríkjunum? Þetta er eins og að lýsa umferðaslysi í beinni útsendingu. Öll orðin lenda á einhvern hátt vitlausu meginn á tungunni”.


Óhaldbær skuldasöfnun heims eftir 2008

Cervenka lýsir hvernig mörg lönd byrja að létta á þvingandi aðgerðum vegna kórónuveirunnar og ræðir efnahagskreppuna í kjölfarið:

„Hér kemur erfiði bitinn: Lægðin eftir kórónukreppuna lítur út fyrir að verða mun dýpri en í fjármálakreppunni 2008. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn AGS spáir falli heimsframleiðslu með 3% 2020 sem hægt er að bera saman við – 0,1% 2009…Í níu löndum af tíu munu tekjur íbúanna minnka. Þessi töluvert bjartsýna spá byggir á því að faraldurinn fjari út seinni hluta ársins. Annars verður framleiðslufallið enn kröftugura 2021.”


„Áratuginn eftir 2008, þegar við höfðum lægstu vexti sem manneskjan hefur haft í 5 þúsund ár, þá fannst gyllið tækifæri að byrja að eyða tengingu efnahagsmála heimsins við stöðugt stækkandi skuldafjall. Útkoman varð þveröfug. Milli 2008 og 2019 jukust skuldir heimsins um 87 þúsund milljarði dollara eða 40% af vergri framleiðslu skv. International Institute of Finance IIF. Heildarskuldasöfnun sló síðan nýtt met árið 2019 með 322% af vergri framleiðslu. Til að einfalda málið, þá lánaði heimurinn fyrir glataðan hagvöxt eftir 2008. Sá sem ætti að útskýra það fyrir hópi barnaskólanema myndi kannski segja að margir fullorðnir hafi kosið að eyða peningum sem þeir höfðu ekki. Þeir sem hafa reynt að benda á hið knappa siðferðislega eða haldbæra innihald þessa skipulags hafa verið kallaðir dómsdagsspámenn”.


Sömu mistökin eina ferðina enn

Fyrri fjárhagskreppa leiddi til þess að áhætta var flutt frá einkageiranum yfir í opinbera geirann. 2020 býður upp á endurtekningu nema í miklu stærri mæli. Financial Times vitnar í skilgreiningu sem sýnir að fjármálaaðgerðir stjórnvalda á Vesturlöndum er þegar uppi í 6% af vergri framleiðslu, helmingi meira en 2008. Stjórnmálamenn hafa ausið út skattafé eins og enginn væri morgundagurinn. Leiðinlegi hluturinn er að hann kemur. Skv. AGS mun ríkisskuld Bandaríkjanna hækka frá 105% upp í 122% af vergri þjóðarframleiðslu í ár.

Áður voru 90% talin hættumörk en núna er því spáð að Vesturlönd fari að meðaltali upp í 120% af vergri þjóðarframleiðslu. Skuldir heims fara í ár upp í 342% af vergri þjóðarframleiðslu skv. IIF. Þetta þýðir að hver einusta króna sem núna er eytt verður hugsanlega kvittuð á móti skerðingu velferðarkerfisins eftir nokkur ár. Stjórnmálamenn tala eðlilega ekki hátt um þetta en núna er góður tími til þess að byrja”.


„Móðir allra kreppa”

„Martin Wolf skríbent í Financial Times skrifar að það sem virðist hafa einkennt efnahagslíf heimsins í lengri tíð er að reka kapítalismann með eins litlu áhættusömu fjármagni og mögulegt er. Kórónakreppan sýnir að drif einkageirans að lána fé verður að minnka samtímis því, að hið opinbera verður að hætta að treysta á skuldasöfnun sem aðferð til að skapa eftirspurn. En leiðin þangað er löng og ströng.

Kenneth Rogoff prófessor sem hefur numið 800 ára sögu fjármálakreppa lýsti fjármálakreppunni 2008 sem minni háttar æfingu fyrir hið raunverulega hrun 2020 sem er „móðir allra kreppa” svo hans eigin orð séu notuð. Robert Reich fyrrum vinnumálaráðherra Bandaríkjanna skrifar á Twitter að á þeim tíma sem landið hefur verið í „lock-down” og milljónir Bandaríkjamanna orðið atvinnulausir hafa milljarðamæringar landsins orðið 2.800 milljörðum ríkari.Þetta er raunveruleiki sem afskaplega margir eiga erfitt með knúsa á innilegan hátt”. 

Deila