Haldið upp á afmæli Kvimyndahátíðar framhaldsskólanna

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, eða KHF, heldur upp á fimm ára afmæli sitt helgina 16. og 17. febrúar 2019. Í tilkynningu segir að eitt af aðal markmiðum hátíðarinnar sé að gera nemendum í framhaldsskólum landsins kleift að koma kvikmyndaverkum sínum á framfæri og kynnast nemendum úr öðrum framhaldsskólum með sama áhugamál. Hátíðarstjóri 2019 er Ísak Óli Borgarsson. Þá segir í tilkynningunni að tækifærin sem skapist upp úr hátíðinni eru ófá ogvonast forsvarsmenn hennar til þess að gera hátíðina sýnilegri og skapa henni jafnframt fastan sess í félagslífi íslenskra ungmenna. Verðlaun fyrir bestu myndina eru ekki af verri endanum, m.a. námskeið hjá New York Film Academy. Þá fá áhorfendur að taka virkan þátt og geta kosið sína uppáhaldsmynd á hátíðinni. Heiðursgestir á hátíðinni verða Ragnar Bragason, Jón Gnarr og Dóra Jóhannsdóttir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila