Halla Hrund: Mun ekki ganga erinda erlendra afla sem sækja í auðlindir landsins

Það er ljóst að ásælni erlendra ríkja og afla í auðlindir Íslands muni aukast á næstu árum og áratugum. Segist Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi, og orkumálastjóri í leyfi, ekki ætla að ganga erinda þeirra heldur standa fast gegn ásælni þeirra í auðlindirnar verði hún kjörin sem forseti Íslands. Það að hún hafi verið valin sem Young Global Leader af World Ecconomic Forum árið 2019 muni það ekki hafa eftirmála í þágu þeirra afla. Þetta var meðal þess sem Halla Hrund sagði í viðtali um forsetakosningarnar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Aðspurð um hvernig hún sem forseti geti varið íslenska hagsmuni gegn ásælni þeirra sem vilja komast yfir aulindir á Íslandi segir Halla að horfa megi til jarðakaupa erlendra auðmanna. Það sé svo að oft fylgi auðlindir þeim jörðum sem þeir kaupa og þó það virðist kannski ekki mikið í fyrstu þá safnast þegar saman kemur. Þegar jarðirnar eru orðnar margar þá sé heildamyndin að sjálfsögðu gerbreytt. Því sé mikilvægt að draga skýrari línur hvað þessi mál varðar því þegar kemur að auðlindarmálunum þá þurfi að hugsa til mjög langs tíma.

Nauðsynlegt að setja skýrar takmarkanir í auðlindalögin

Halla Hrund segir aðspurð að það sé nauðsynlegt að setja ákveðin skilyrði í auðlindalögin og bendir á að sett hafi verið skilyrði hvað varðar erlendar fjárfestingar í kvóta og því eðlilegt að það sé sett um aðrar auðlindir einnig.

Segist ekki hafa staðið í vegi fyrir vatnsfallsvirkjunum

Hvað varðar virkjanamálin og orkuskortinn sem nú er á Íslandi segir Halla Hrund að kæruleiðirnar séu fjölmargar sem hafi hægt mjög á því ferli að að virkja og hafnar því að hún hafi staðið í vegi fyrir virkjunum. Það þurfi að gera kerfið skilvirkara svo það verði auðveldara að ganga í að virkja. Hún segir að það sé á sviði sjórnmálanna að breyta lögum og gera gangverkið skilvirkara.

Vill verða liðsmaður ólíkra hópa samfélagsins

Halla Hrund segir að hún sem forseti vilji vera liðsmaður ólíkra hópa samfélagsins og þá sérstaklega þeirra hópa sem hafa kannski ekki fengið nægilega rödd í samfélaginu, t,d aldraðra. Hún vilji einnig leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að hinum ýmsu verkefnum í nýsköpun og segir að hún hafi orðið vör við á ferðum sínum um landið að þar liggi sóknarfærin víða.

Hlusta má á nánari umfjöllun í spilaranum hér að neðan lengri tíma

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila