Halla Tómasdóttir kjörin forseti Íslands

Halla Tómasdóttir hefur verið kjörin forseti Íslands Halla fékk 34,6% atkvæða. Næst á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 25% atkvæði og í þriðja sæti varð Halla Hrund Logadóttir með 15,1%.

Halla er því réttkjörinn sjöundi forseti lýðveldisins og önnur konan til þess að gegna embættinu.

Halla er fædd í Reykjavík 1968. Halla útskrifaðist með Verslunarskólapróf frá Verslunarskóla Íslands árið 1986. Hún var skiptinemi í Bandaríkjunum og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Halla lauk BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og mannauðsmál frá Auburn University í Alabama. Því næst lauk hún MBA gráðu með áherslu á alþjóðleg samskipti og tungumál frá Thunderbird School of Global Management. Halla stundaði um nokkura ára skeið nám til doktorsgráðu við Cranfield University í Bretlandi þar sem hún lagði stund á rannsóknir í leiðtogafræði.

Þá hefur Halla um árabil tekið verið innan samtakanna B-Team og á vegum þeirra setið hliðarfundi hjá World Ecconomic Forum að sögn Höllu til þess að krefjast þess að WEF taki á sigi meiri samfélagslega ábyrgð.

Af tilefni Kjöri Höllu verða fluttir þættir þar sem rætt er við Höllu þar sem hún svarar krefjandi spurningum en Halla mætti tvisvar í viðtöl á Útvarpi Sögu á meðan kosningabaráttunni stóð.

Þættirnir verða fluttir sem hér segir:

Viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur við Höllu frá 27.maí síðastliðnum verður á dagskrá í dag kl.13:00 og einnig í fyrramálið kl.08:00. Í þættinum svaraði Halla einnig spurningum hlustenda sem hringdu inn.

Viðtal Péturs Gunnlaugssonar við Höllu frá 6.maí síðastliðnum verður á dagskrá í dag kl.15:00 og aftur kl.22:00 í kvöld.

Útvarp Saga óskar Höllu til hamingju með kjörið og óskar henni velfarnaðar í þessu æðsta og einu mikilvægasta embætti þjóðarinnar.

Hér að neðan má sjá tölur úr úrslitum kosninganna á landsvísu

Halla Tómasdóttir 34,6% 65.669 atkvæði

Katrín Jakobsdóttir 25,0% 47.398 atkvæði

Halla Hrund Logadóttir 15,1% 47.398 atkvæði

Jón Gnarr 10,5% 19.911 atkvæði

Baldur Þórhallson 8,3% 15.715 atkvæði

Arnar Þór Jónsson 5,2% 9837 atkvæði

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 0,7% 1251 atkvæði

Ástþór Magnússon 0,2% 415 atkvæði

Viktor Traustason 0,2% 354 atkvæði

Ásdís Rán Gunnarsdóttir 0,2% 353 atkvæði

Helga Þórisdóttir 0,1% 228 atkvæði

Eiríkur Ingi Jóhannsson 0,0% 84 atkvæði

Alls talin atkvæði: 191.065 – Á kjörskrá 266.935

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila