Hallur: Hefur ríkisstjórninni verið gert grein fyrir að RÚV hafi afsalað sér dagskrárvaldinu?

Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur

Staðan hjá RÚV hvað varðar fréttaflutning er mjög alvarleg í ljósi þess að stofnunin er í samráði við aðra erlenda fréttamiðla í gegnum EBU (Samtökum Evrópskra ríkismiðla) um samræmdan covid fréttaflutning og hvernig hafa eigi hinum eina stóra „sannleika“. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar, blaðamanns og sagnfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hallur spyr hvort ríkisstjórnin hafi verið upplýst um þennan samræmda fréttaflutning sem RÚV er aðili að

„ætli ríkisstjórninni hafi verið gerð grein fyrir því að RÚV hafi afsalað sér dagskrárvaldi og taki bara á móti fréttum frá útlöndum eins og EBU lýsir þessu?“ spyr Hallur.

Þá segir Hallur að samráð miðlanna nái ekki bara til Covid heldur nái þetta mun víðar og lengra aftur í tímann og nefnir Hallur til að mynda þegar fjallað var um kosningar í Myanmar, Taiwan kosningarnar í Bretlandi 2019 og í Bandaríkjunum í fyrra.

„og alls staðar fer þetta út á rauntíma, á sama sólarhring, trúboðið er sent út og miðlarnir senda þetta út, þeir hafa gefið frá sér boðvald og við erum bara að sjá einn svokallaðan sannleika í fréttum heimsins“ segir Hallur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila