Harðar deilur í MÍR – Umboðslaus stjórn neitar félagsmönnum að mæta á fundi

Umboðslaus stjórn MÍR félagasamtakanna um Menningartengsl Íslands og Rússlands hefur neitað félagsmönnum að mæta á fundi félagsins eftir að upp spruttu deilur eftir að ákveðið var að leggja félagið niður á aðalfundi og færa allar eignir í nýjan menningarsjóð. Stjórn MÍR er grunuð um græsku. Í síðdegisútvarpinu í dag ræddi Haukur Hauksson við þá Guðmund Ólafsson hagfræðing og Sigurð Þórðarson verslunarmann sem hafa verið meðlimir í félaginu um langt skeið.

Fjölmargir félagsmenn voru ósáttir við að eignir félagsins skyldu færðar í menningarsjóðinn og grunar menn að sú stjórn sem nú situr, sem er umboðslaus, ætli að krækja í fjármuni félagsins. Á dögunum dró til tíðinda þegar hin umboðslausa stjórn ætlaði að halda aðalfund.

Ráðist að Guðmundi og honum meinað inngöngu

Þar mætti fjöldi manns en aðeins stjórninni og skoðanamönnum reikninga hafi verið hleypt inn. Sigurði sem mikið hafði haft fyrir því að reyna að greiða félagsgjöld sem stjórnin hafi í raun ekki viljað og reynt að koma í veg fyrir að þau yrðu greidd með alls kyns afsökunum komst þó inn á fundinn. Guðmundi var hins vegar ekki hleypt inn á fundinn þó hann hefði greitt sín félagsgjöld. Guðmundir lýsir atvikum þannig að fílefldir öryggisverðir hafi lagt á hann hendur og meinað honum inngöngu.

Óeðlileg vinnubrögð stjórnar MÍR

Guðmundur er að vonum ósáttur við framkomu varðanna og stjórn félagsins enda sé hann fullgildur félagi sem greiði sín félagsgjöld. Í þættinum sögðu Sigurður og Guðmundur einnig frá því að stjórnin stundaði það samhliða því að reyna koma í veg fyrir að fólk greiði félagsgjöld að taka menn af lista yfir félagsmenn hafi þeir ekki greitt gjöldin. Þegar félagsmenn hafi svo greitt gjöldin hafi stjórnin sett það upp á þann hátt að þá þyrfti að skrá greiðandi félaga inn sem nýja félagsmenn jafnvel þó þeir hefðu verið félagsmenn í fjölda ára.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila