Haruo Ozaki formaður læknafélags Tokyo vill að Ívermektín verði skráð sem lyf gegn Covid

Dr. Haruo Ozaki formaður læknafélags Tokyo segir að skrá beri Ivermectin opinberlega sem lyf við meðhöndlun gegn Covid. Ráðleggur hann öllum læknum Japans að hefja þegar notkun lyfsins við meðhöndlun sjúkdómsins. (© Sksk. Youtube)

Samkvæmt nýjum fréttum, þá sagði Haruo Ozaki formaður læknafélags Tokyo, að skrá eigi Ivermectin sem lyf gegn Covid. Hann mælir með Ivermectin til allra lækna í Japan og segir að lyfið eigi tafarlaust að taka í notkun gegn Covid.

13 sinnum lægri dánartala í löndum Afríku með Ivermektín samanborið við önnur lönd í Afríku án Ívermektíns – jafnvel þótt lyfið sé ekki notað gegn Covid

„Í Afríku, þá berum við saman lönd, sem nota Ivermectin saman við lönd, sem ekki nota Ivermectin einu sinni á ári. Lítum við á lönd sem nota Ivermectin en ekki gegn covid heldur öðrum sjúkdómum, þá er covid smit 134,4 á 100 þúsund íbúa og dánartalan er 2,2 á 100 þúsund íbúa. Önnur lönd í Afríku þar sem Ivermectin er ekki notað, þá er smittala covid 950,6 á hverja 100 þúsund íbúa og dánartalan 29,3 á hverja 100 þúsund íbúa.

Að sjálfsögðu er ekki hægt eingöngu á grundvelli þessarra talna að draga þá ályktun, að Ivermectin sé áhrifamikið lyf en með tilliti til talnanna þá er heldur ekki hægt að segja, að Ivermectin hafi engin áhrif að mínu mati. Við getum gert fleiri athuganir til að ákvarða áhrifin en núna erum við í neyðarstöðu og mér finnst við, að við eigum að bjóða upp á þetta lyf.“

Á myndbandi hér að neðan má hlýða á Dr. Haruo Ozaki

Hér má sjá lista yfir lækna sem mæla með Ivermectin

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila